Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fös 19. júlí 2024 19:59
Brynjar Ingi Erluson
Besta deild kvenna: Sterkur útisigur Víkings - Bergþóra skoraði í frumraun sinni
Bergþóra Sól skoraði í fyrsta leik sínum með Víkingi
Bergþóra Sól skoraði í fyrsta leik sínum með Víkingi
Mynd: Víkingur
Linda Líf gerði seinna mark Víkings undir lok leiks
Linda Líf gerði seinna mark Víkings undir lok leiks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór/KA 0 - 2 Víkingur R.
0-1 Bergþóra Sól Ásmundsdóttir ('42 )
0-2 Linda Líf Boama ('95 )
Lestu um leikinn

Bergþóra Sól Ásmundsdóttir skoraði í fumraun sinni með Víkingum sem unnu Þór/KA, 2-0, í Bestu deild kvenna á VÍS-vellinum á Akureyrir í kvöld.

Víkingur fékk Bergþóru frá sænska félaginu Örebro á dögunum og var hún sett í byrjunarliðið í fyrsta leik.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en það var Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir sem átti besta færi Þór/KA en Birta Guðlaugsdóttir varði skot hennar í slá áður en Karen María Sigurgeirsdóttir skaut boltanum framhjá.

Þremur mínútum síðar skoraði Bergþóra Sól fyrsta mark sitt fyrir félagið. Selma Dögg Björgvinsdóttir, fyrirliði Víkinga, kom með góða fyrirgjöf inn í teiginn og á Bergþóru sem negldi boltanum í netið. Draumabyrjun hjá henni.

Liðin fóru illa með ágætis færi. Margrét Árnadóttir og Sandra María Jessen fengu góð færi en settu boltann framhjá markinu og þá átti Bergdís Sveinsdóttir skalla beint á Shelby Money í markinu.

Á lokasekúndum leiksins tryggðu Víkingar sér sigurinn. Hildur Anna Birgisdóttir átti slæma sendingu á Lindu Líf Boama sem brunaði upp völlinn áður en hún skaut boltanum yfir Money og í netið.

Lokatölur á VÍS-vellinum, 2-0, Víkingum í vil. Liðið er í 4. sæti með 19 stig, eins og FH, sem er í sætinu fyrir neðan. Þór/KA er á meðan í 3. sæti með 24 stig.
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 18 16 1 1 48 - 16 +32 49
2.    Breiðablik 18 16 0 2 46 - 9 +37 48
3.    Þór/KA 18 9 3 6 40 - 28 +12 30
4.    Víkingur R. 18 8 5 5 28 - 29 -1 29
5.    FH 18 8 1 9 30 - 36 -6 25
6.    Þróttur R. 18 7 2 9 23 - 27 -4 23
7.    Stjarnan 18 6 3 9 22 - 34 -12 21
8.    Tindastóll 18 3 4 11 20 - 41 -21 13
9.    Fylkir 18 2 4 12 17 - 34 -17 10
10.    Keflavík 18 3 1 14 16 - 36 -20 10
Athugasemdir