Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
banner
   fös 19. júlí 2024 16:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jökull í Aftureldingu (Staðfest) - „Ótrúlega spenntur"
Lengjudeildin
Mynd: Afturelding
Afturelding staðfesti rétt í þessu að Jökull Andrésson væri ggenginn til liðs við félagið. Jökull, sem uppalinn er hjá Aftureldingu, snýr aftur í Msofellsbæinn eftir átta ár hjá Reading. Hann lék síðast með Aftureldingu sumarið 2016, lék þá mð 3. flokki.

Hann kemur á láni frá enska félaginu, en hann er samningsbundinn Reading fram á næsta sumar.

Birkir Haraldsson, sem varið hefur mark Aftureldingar í síðustu tveimur leikjum, er á leið í nám í Bandaríkjunum í lok mánaðar og því var markvörður sóttur í staðinn.

Jökull verður 23 ára eftir rúman mánuð. Hann á að baki einn A-landsleik og sjö leiki fyrir yngri landsliðin.

Jökull hefur verið lánaður í C- og D-deildina á Englandi og spilað þar með Exeter, Carlisle, Morecambe og Stevenage. Hann varð fyrir því óláni að meiðast seint á síðasta ári og var lengi frá en er nú kominn af stað aftur.

„Standið á mér er fínt. Hef glímt mikið við meiðsli síðustu tvö árin, verið pirrandi og erfitt. Þetta er einmitt það sem ég þarf. Mig langar ofboðslega að hjálpa liðinu og er mjög spenntur," sagði Jökull m.a. í viðtali sem má horfa á hér að neðan.

Afturelding situr í 8. sæti Lengjudeildarinnar og næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn Keflavík næsta fimmtudag.

Athugasemdir
banner
banner
banner