Ivan Provedel, markvörður Lazio, skoraði dramatískt jöfnunarmark í 1-1 jafnteflinu gegn Atlético Madríd í Meistaradeildinni í kvöld, en hann kom sér um leið í sögubækurnar.
Provedel sá ekkert annað í stöðunni en að fara fram í horni seint í uppbótartíma og skilaði það sér svo sannarlega.
Luis Alberto tók hornspyrnu sem Madrídingar hreinsuðu aftur til hans, en hann kom síðan með laglega fyrirgjöf á fjærstöngina þar sem Provedel steig fram og stangaði boltann í netið.
„Ég gæti grínast og sagði að ég hafi lært af Ciro Immobile. Luis Alberto setur yfirleitt boltann á fjærstöngina og mér fannst það eina plássið þar sem ég gat séð, þannig ég fór þangað,“ sagði Provedel við Sky Italia.
Provedel er aðeins annar markvörðurinn til að skora úr opnum leik í Meistaradeildinni og sá fjórði í sögunni ef vítaspyrnur eru teknar með.
Þetta var ekki fyrsta mark Provedel á ferlinum því hann skoraði í 2-2 jafntefli Juve Stabia og Ascoli í ítölsku B-deildinni fyrir þremur árum.
Athugasemdir