Mbappe fær frest frá Real Madrid - Richarlison á óskalista Sádi-Arabíu - Madueke vill yfirgefa Chelsea
   þri 19. september 2023 18:21
Brynjar Ingi Erluson
Netflix tilkynnir nýja heimildarþætti um David Beckham
Mynd: Getty Images
Bandaríska streymisveitan Netflix tilkynntir í daga nýja heimildarþætti um fyrrum fótboltamanninn David Beckham en þeir verða frumsýndir þann 4. október.

Beckham talar þar um rauða spjaldið gegn Argentínu í undanúrslitum HM 1998, hatrið og gagnrýnina sem hann fékk eftir mótið og endurreisninni þegar hann kom Englendingum á HM 2002 með stórkostlegu aukaspyrnumarki gegn Grikkjum.

Einnig verður farið í einkalíf kappans, sem fór að rugla saman reytum með tónlistarkonunni Victoriu Beckham, en þau áttu eftir að vera mikið í umræðunni í ensku miðlunum.

Atvikið þegar Sir Alex Ferguson sparkaði takkaskó í andlit Beckham og margt annað verður til umræðu í þáttunum, en hér fyrir neðan má sjá stiklu úr þeim.


Athugasemdir
banner
banner
banner