Mbappe fær frest frá Real Madrid - Richarlison á óskalista Sádi-Arabíu - Madueke vill yfirgefa Chelsea
   þri 19. september 2023 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sá besti hjá Þór verður „100%" áfram
Lengjudeildin
watermark
Mynd: Raggi Óla
Marc Rochester Sörensen, danski miðjumaðurinn sem Þór fékk frá Öster fyrir tímabilið, er samningsbundinn Þór út næsta tímabil.

Hann verður áfram á næsta tímabili, en það staðfesti formaður knattspyrnudeildar Þórs í samtali við Fótbolta.net í dag.

Marc var á lokahófi Þórs í gær valinn besti leikmaður liðsins í sumar.

„Marc verður 100% áfram," sagði Sveinn Elías Jónsson.

Valdimar Daði Sævarsson og Akseli Kalermo sömdu út tímabilið við Þór. Er möguleiki á að þeir verði áfram?

„Það á eftir að koma í ljós. Ég á von á því að flestir leikmenn, það eru nokkrir leikmenn sem eru að renna út og þeir eru tveir af þeim, verði áfram. Ég á ekki von á því að það verði einhver fólksflótti frá okkur," sagði Svenni.

Sjá einnig:
„Það á ekki að gerast aftur að Þór verði í fallbaráttu í lokaumferð í næst efstu deild"
Innkastið - Markakóngurinn og bikarar á loft
Athugasemdir
banner
banner
banner