Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   lau 19. október 2024 16:47
Stefán Marteinn Ólafsson
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur og FH skildu jöfn í næst síðustu umferð Bestu deildarinnar í dag þegar liðin áttust við á Kaplakrikavelli. 


Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Valur

„Ég held að þetta hafi ekki verið fallegur leikur, var mjög jafn leikur kannski. Við skoruðum á síðustu mínútu í fyrri hálfleik úr hornspyrnu og þeir skora á 96 eða eitthvað úr hornspyrnu. Hefðum auðvitað getað stolið þessu í vítinu í lokin en heilt yfir kannski sanngjörn úrslit." Sagði Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Vals eftir leikinn í dag.

Gylfi Þór Sigurðsson fékk tækifæri til þess að tryggja Val sigurinn alveg í blálokin þegar Valsmenn fengu víti en Sindri Kristinn Ólafsson varði þá frá honum vítaspyrnu á mitt markið.

„Ég hafði bara á tilfiningunni síðasta mínuta að hann var alltaf að fara skutla sér. Því miður þá skildi hann löppina eftir í miðri hæð á markinu og hann varði þetta."

Gylfi Þór spilaði rúmlega sex mínútur í síðasta landsliðsverkefni og kom ekkert við sögu í tapinu gegn Tyrkjum. 

„Leiðinlegt að koma ekki inn á þegar liðið þurfti mark. Ég var að vonast til að koma inn á þegar staðan var 2-1 fyrir þeim eða 2-2 en svona er þetta." 

Aðspurður út í þá afstöðu að hann hefði ekki hentað leiknum gegn Tyrkjum var Gylfi Þór ekkert endilega sammála því.

„Nei ég held að síðustu 15 eða jafnvel 100 ár hafi Ísland ekki verið meira með boltann nema kannski á móti einhverjum smærri þjóðum. Það hefur alveg gengið ágætlega hingað til að spila á móti liðum þar sem við erum kannski ekki mikið með boltann." 

Það hefur verið mikið rætt og ritað um framtíð Gylfa Þórs og hvort hann muni halda áfram með Val á næsta tímabili eða róa á önnur mið.

„Ég veit ekki hvort að ég haldi áfram bara í fótbolta. Þetta gæti mögulega verið minn síðasti leikur næstu helgi. Ég veit ekki alveg hvað framhaldið ber í skauti sér."

Nánar er rætt við Gylfa Þór Sigurðsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 27 19 5 3 63 - 31 +32 62
2.    Víkingur R. 27 18 5 4 68 - 33 +35 59
3.    Valur 27 12 8 7 66 - 42 +24 44
4.    Stjarnan 27 12 6 9 51 - 43 +8 42
5.    ÍA 27 11 4 12 49 - 47 +2 37
6.    FH 27 9 7 11 43 - 50 -7 34
Athugasemdir
banner
banner
banner