Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   lau 19. október 2024 16:47
Stefán Marteinn Ólafsson
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur og FH skildu jöfn í næst síðustu umferð Bestu deildarinnar í dag þegar liðin áttust við á Kaplakrikavelli. 


Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Valur

„Ég held að þetta hafi ekki verið fallegur leikur, var mjög jafn leikur kannski. Við skoruðum á síðustu mínútu í fyrri hálfleik úr hornspyrnu og þeir skora á 96 eða eitthvað úr hornspyrnu. Hefðum auðvitað getað stolið þessu í vítinu í lokin en heilt yfir kannski sanngjörn úrslit." Sagði Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Vals eftir leikinn í dag.

Gylfi Þór Sigurðsson fékk tækifæri til þess að tryggja Val sigurinn alveg í blálokin þegar Valsmenn fengu víti en Sindri Kristinn Ólafsson varði þá frá honum vítaspyrnu á mitt markið.

„Ég hafði bara á tilfiningunni síðasta mínuta að hann var alltaf að fara skutla sér. Því miður þá skildi hann löppina eftir í miðri hæð á markinu og hann varði þetta."

Gylfi Þór spilaði rúmlega sex mínútur í síðasta landsliðsverkefni og kom ekkert við sögu í tapinu gegn Tyrkjum. 

„Leiðinlegt að koma ekki inn á þegar liðið þurfti mark. Ég var að vonast til að koma inn á þegar staðan var 2-1 fyrir þeim eða 2-2 en svona er þetta." 

Aðspurður út í þá afstöðu að hann hefði ekki hentað leiknum gegn Tyrkjum var Gylfi Þór ekkert endilega sammála því.

„Nei ég held að síðustu 15 eða jafnvel 100 ár hafi Ísland ekki verið meira með boltann nema kannski á móti einhverjum smærri þjóðum. Það hefur alveg gengið ágætlega hingað til að spila á móti liðum þar sem við erum kannski ekki mikið með boltann." 

Það hefur verið mikið rætt og ritað um framtíð Gylfa Þórs og hvort hann muni halda áfram með Val á næsta tímabili eða róa á önnur mið.

„Ég veit ekki hvort að ég haldi áfram bara í fótbolta. Þetta gæti mögulega verið minn síðasti leikur næstu helgi. Ég veit ekki alveg hvað framhaldið ber í skauti sér."

Nánar er rætt við Gylfa Þór Sigurðsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 27 19 5 3 63 - 31 +32 62
2.    Víkingur R. 27 18 5 4 68 - 33 +35 59
3.    Valur 27 12 8 7 66 - 42 +24 44
4.    Stjarnan 27 12 6 9 51 - 43 +8 42
5.    ÍA 27 11 4 12 49 - 47 +2 37
6.    FH 27 9 7 11 43 - 50 -7 34
Athugasemdir
banner
banner