Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
   lau 19. október 2024 16:47
Stefán Marteinn Ólafsson
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur og FH skildu jöfn í næst síðustu umferð Bestu deildarinnar í dag þegar liðin áttust við á Kaplakrikavelli. 


Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Valur

„Ég held að þetta hafi ekki verið fallegur leikur, var mjög jafn leikur kannski. Við skoruðum á síðustu mínútu í fyrri hálfleik úr hornspyrnu og þeir skora á 96 eða eitthvað úr hornspyrnu. Hefðum auðvitað getað stolið þessu í vítinu í lokin en heilt yfir kannski sanngjörn úrslit." Sagði Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Vals eftir leikinn í dag.

Gylfi Þór Sigurðsson fékk tækifæri til þess að tryggja Val sigurinn alveg í blálokin þegar Valsmenn fengu víti en Sindri Kristinn Ólafsson varði þá frá honum vítaspyrnu á mitt markið.

„Ég hafði bara á tilfiningunni síðasta mínuta að hann var alltaf að fara skutla sér. Því miður þá skildi hann löppina eftir í miðri hæð á markinu og hann varði þetta."

Gylfi Þór spilaði rúmlega sex mínútur í síðasta landsliðsverkefni og kom ekkert við sögu í tapinu gegn Tyrkjum. 

„Leiðinlegt að koma ekki inn á þegar liðið þurfti mark. Ég var að vonast til að koma inn á þegar staðan var 2-1 fyrir þeim eða 2-2 en svona er þetta." 

Aðspurður út í þá afstöðu að hann hefði ekki hentað leiknum gegn Tyrkjum var Gylfi Þór ekkert endilega sammála því.

„Nei ég held að síðustu 15 eða jafnvel 100 ár hafi Ísland ekki verið meira með boltann nema kannski á móti einhverjum smærri þjóðum. Það hefur alveg gengið ágætlega hingað til að spila á móti liðum þar sem við erum kannski ekki mikið með boltann." 

Það hefur verið mikið rætt og ritað um framtíð Gylfa Þórs og hvort hann muni halda áfram með Val á næsta tímabili eða róa á önnur mið.

„Ég veit ekki hvort að ég haldi áfram bara í fótbolta. Þetta gæti mögulega verið minn síðasti leikur næstu helgi. Ég veit ekki alveg hvað framhaldið ber í skauti sér."

Nánar er rætt við Gylfa Þór Sigurðsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner