Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 19. nóvember 2022 13:54
Brynjar Ingi Erluson
David Villa sá besti í sögu spænska landsliðsins
David Villa var magnaður í spænsku treyjunni
David Villa var magnaður í spænsku treyjunni
Mynd: Getty Images
Fyrrum framherjinn, David Villa, er besti leikmaður í sögu spænska landsliðsins en þetta sagði Luis Enrique, þjálfari landsliðsins, á Twitch í gær.

Villa, sem er fertugur, átti farsælan feril á Spáni en skapaði sér stórt nafn hjá bæði Valencia og Barcelona.

Hann er markahæsti leikmaður í sögu Spánar með 59 mörk og hefur þá skorað flest mörk á HM eða 9 talsins.

Villa var markahæstur er Spánn vann EM árið 2008 og var næst markahæstur er liðið vann HM tveimur árum síðar. Hann missti hins vegar af EM 2012 vegna meiðsla.

Það voru margir frábærir leikmenn sem spiluðu fyrir Spán á þessum árum en þar má nefna Xavi, Andrés Iniesta, Carles Puyol, Gerard Pique, Iker Casillas og fleiri góð nöfn en Enrique valdi Villa besta leikmann landsliðsins frá upphafi.

„Við höfum átt nokkra mjög góða en ég segi Villa því hann er markahæstur í sögu landsliðsins. Það voru samt margir. Kubala, Raúl, Butragueno, Iniesta, Quini,“ sagði Enrique.
Athugasemdir
banner
banner