Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 19. nóvember 2022 00:34
Brynjar Ingi Erluson
Hætta við að gefa stuðningsfólki dagpeninga
Mynd: Getty Images
Yfirvöld í Katar buðu fjölda manns fría ferð á HM og var allt innifalið í því en nú hefur verið hætt við að gefa fólkinu dagpeninga. Þetta kemur fram í Guardian.

Heimsmeistaramótið er að vekja mikla og neikvæða athygli og það af augljósum ástæðum.

Mannréttindabrot eru framin í Katar á degi hverjum og þá hafa fjöldi verkamanna týnt lífi sínu við að byggja nýja leikvanga.

Yfirvöld í Katar lofuðu öllu fögru fyrir mótið, meðal annars að réttindi samkynhneigðra væru tryggð og að þá að bjór yrði seldur á leikvöngum. Nú hefur verið hætt við að selja bjór á leikvöngum.

Katar bauð stuðningsfólki að fara frítt til landsins og horfa á HM. Allt var innifalið í því en þar má nefna hótel, flug, gisting og svo átti það að fá dagpeninga til að eyða í mat og drykki.

Eina sem stuðningsfólkið átti að gera var að bæta ímynd landsins með því að birta myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum en eftir að það greint frá því á fréttamiðlum hafa yfirvöld ákveðið að hætta við að gefa stuðningsfólkinu dagpeninga.

Þar kemur fram að að fólkið sé mjög svo órólegt yfir stöðunni og er komin hræðsla að það gæti neyðst til að borga alla ferðina úr eigin vasa.

Umgjörðin í kringum mótið er alls ekki eins og yfirvöld höfðu lofað og því spurning hvað sé næst, en aðeins tveir dagar eru í fyrsta leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner