Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   sun 19. desember 2021 19:25
Brynjar Ingi Erluson
Klopp um dómgæsluna: Ég veit ekki hvað hann hefur á móti mér
Jürgen Klopp
Jürgen Klopp
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Diogo Jota vildi vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks en fékk ekki
Diogo Jota vildi vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks en fékk ekki
Mynd: EPA
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, var ósáttur við dómgæsluna í 2-2 jafntefli liðsins gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Liverpool var án Virgil van Dijk, Fabinho, Curtis Jones og Thiago vegna Covid-19 í leiknum. Tyler Morton byrjaði á miðjunni í spennandi leik.

„Ég sá mikla baráttu í mínu liði. Fyrri hálfleikurinn var mjög góður en seini hálfleikurinn ekki jafn góður því við fundum virkilega fyrir þeirr ákefð sem hefur verið síðustu ivkur og andstæðingurinn leit út fyrir að hafa klárað upphitun. Þeir voru ferskari."

„Það var geggjað að skora annað markið en ekkert sérstakt að fá svo á sig annað markið. Það voru aðrir hlutir sem höfðu mikil áhrif á leikinn en það er kannski best að spyrja herra Tierney út í það,"
sagði Klopp og vísaði í Paul Tierney, dómara leiksins.

Tierney gaf Andy Robertson rautt spjald þegar þrettán mínútur voru eftir fyrir brot á Emerson en ákvað að gefa Harry Kane aðeins gult spjald fyrir brot á Robertson í fyrri hálfleiknum.

„Já, klárlega. Þú getur gefið Robbo rauða spjaldið. Þetta var ekki gáfulegasta brotið hjá honum en klárlega rautt spjald. Það er enginn spurning. Löppin á honum var í loftinu og þetta var alger tilviljun. Harry getur ekki dæmt það. Ef að löppin á Robbo hefði verið í grasinu þá væri hann fótbrotinn."

„Við erum með VAR þarna og það er ákveðið að skoða brotið hjá Robertson aftur. Það er allt í lagi því það er ástæðan fyrir því að þetta er notað. En hvað gerði dómarinn í þessari stöðu? Svo er það atvikið með vítaspyrnuna og Diogo Jota."


Jota féll í teignum undir lok fyrri hálfleiks eftir að Emerson keyrði aftan í hann. Ekkert var dæmt og var Klopp æfur yfir því og fékk að líta gula spjaldið.

„Tierney sagði við mig að Jota hefði viljandi stoppað því hann vildi fá brotið. Ef maður ætlar að skjóta þá verður maður að stoppa fyrst því þú getur ekki gert bæði."

„Það er alltaf mesta hjálpin í því þegar þú nærð að spila fótbolta en þegar þú skoðar brotið á Diogo þá er VAR þarna. Af hverju stoppar hann? Ég skil þetta ekki. Jafntefli er fínt og við erum ekkert það klikkaðir að halda að við getum ekki gert jafntefli við Tottenham en þessi atvik eru mikilvæg."

„Ég hef ekki hugmynd um hvað Tierney hefur á móti mér. Ég var kannski tilfinningaríkur í leiknum en hann gefur mér gult spjald fyrir. Má ekki sýna tilfiningar við þessar aðstæður? Hann kemur og gefur mér gult spjald. Réttar ákvarðanir á vellinum er eitthvað sem ég hefði frekar viljað.

„Þetta er bara hlutlaust dómari sem sér atvikin og dæmir þau. Hann sagði við mig að Jota hefði viljandi stoppað. Það er ótrúlegt því dómarinn var á besta staðnum á vellinum en gaf ekkert. Þú verður að spyrja hann hvað hann hefur á móti mér,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner