
Portúgalski leikmaðurinn Cristiano Ronaldo er fjórði besti leikmaður allra tíma að mati enska sparkspekingsins Jamie Carragher en hann birti lista sinn á Twitter í gær.
Carragher fylgdist með úrslitaleik Argentínu og Frakklands á HM í gær er Lionel Messi vann fyrsta heimsmeistaratitilinn á ferlinum.
Það er ekkert leyndarmál að Carragher sé mikill aðdáandi Messi en hann skrifaði grein í Telegraph á dögunum þar sem að þessi bikar myndi gera Messi formlega að besta leikmanni allra tíma.
Þessi fyrrum leikmaður Liverpool og enska landsliðsins hvatti Messi áfram á Twitter í gær og eftir að Gonzalo Montiel tryggði sigurinn með síðustu vítaspyrnunni í vítakeppninni þá birti Carragher lista með fimm bestu leikmönnum allra tíma.
Messi var efstur á listanum en næstur á eftir honum kom Diego Maradona. Pele er í þriðja og svo kom Ronaldo í fjórða sætinu og Zinedine Zidane á eftir honum.
#Messi????
— Jamie Carragher (@Carra23) December 18, 2022
1: Messi
2: Maradona
3: Pele
4: Ronaldo
5: Zidane
Athugasemdir