Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
   mán 20. janúar 2025 22:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Tvö rauð í sterkum sigri Como
Mynd: EPA
Como 4 - 1 Udinese
1-0 Assane Diao ('5 )
2-0 Gabriel Strefezza ('44 )
2-1 Martin Payero ('50 )
3-1 Jaka Bijol ('78 , sjálfsmark)
4-1 Nico Paz ('90 )
Rautt spjald: ,Edoardo Goldaniga, Como ('57) Oumar Solet, Udinese ('63)

Nýliðar Como unnu frábæran sigur á Udinese í ítölsku deildinni í kvöld.

Assane Diao og Gabriel Strefezza skoruðu sitt markið hvor en Strefezza lagði upp markið á Diao.

Martin Paayero minnkaði muninn snemma í seinni hálfleik og Edoardoo Goldaniga varnarmaður Como fékk gult spjald stuttu síðar og annað gult spjald fylgdi eftir nokkrum mínútum síðar.

Udinese tókst hins vegar ekki að nýta sér liðsmuninn því Oumar Solet leikmaður Udinese fékk rautt spjald aðeins sex mínútum síðar.

Jaka Bijol, varnarmaður Udinese varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark seint í leiknum og Nico Paz innsiglaði sigurinn á lokamínútu venjulegs leiktíma.

Como er þremur stigum frá fallsæti eftir sigurinn og fjórum stigum frá Udinese sem er í 10. sæti.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 14 9 4 1 22 11 +11 31
2 Napoli 14 10 1 3 22 12 +10 31
3 Inter 14 10 0 4 32 13 +19 30
4 Roma 14 9 0 5 15 8 +7 27
5 Bologna 14 7 4 3 23 12 +11 25
6 Como 14 6 6 2 19 11 +8 24
7 Juventus 14 6 5 3 18 14 +4 23
8 Sassuolo 14 6 2 6 19 17 +2 20
9 Cremonese 14 5 5 4 18 17 +1 20
10 Lazio 14 5 4 5 16 11 +5 19
11 Udinese 14 5 3 6 15 22 -7 18
12 Atalanta 14 3 7 4 17 17 0 16
13 Cagliari 14 3 5 6 14 19 -5 14
14 Genoa 14 3 5 6 15 21 -6 14
15 Parma 14 3 5 6 10 17 -7 14
16 Torino 14 3 5 6 14 26 -12 14
17 Lecce 14 3 4 7 10 19 -9 13
18 Pisa 14 1 7 6 10 19 -9 10
19 Verona 14 1 6 7 11 21 -10 9
20 Fiorentina 14 0 6 8 11 24 -13 6
Athugasemdir
banner
banner