Dortmund með risaverðmiða á Gittens - Greenwood til PSG - Bayern hætt við að fá Tah - Launakröfur Osimhen trufla
   mán 20. janúar 2025 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Orðið flóknara fyrir Man Utd að losa sig við Rashford
Sky Sports segir frá því að það sé að verða flóknara fyrir Manchester United að losa sig við Marcus Rashford núna í janúar.

Rashford er ekki inn í myndinni hjá Rúben Amorim, stjóra Man Utd, og hefur verið utan hóps í síðustu leikjum.

Borussia Dortmund er að reyna að fá Rashford en fjármálin eru vandamál fyrir þýska félagið. Rashford er á gríðarlega háum launum hjá United.

AC Milan er líka að fylgjast með stöðu hans en ítalska félagið virðist vera að krækja í Kyle Walker frá Manchester City. Milan er bara með pláss fyrir einn leikmann í viðbót utan Evrópusambandsins og það þarf því að vera annað hvort Walker eða Rashford.

Það styttist í gluggalok en talið er að Man Utd sé ekki að stressa sig á stöðunni.
Athugasemdir
banner