Sky Sports segir frá því að það sé að verða flóknara fyrir Manchester United að losa sig við Marcus Rashford núna í janúar.
Rashford er ekki inn í myndinni hjá Rúben Amorim, stjóra Man Utd, og hefur verið utan hóps í síðustu leikjum.
Rashford er ekki inn í myndinni hjá Rúben Amorim, stjóra Man Utd, og hefur verið utan hóps í síðustu leikjum.
Borussia Dortmund er að reyna að fá Rashford en fjármálin eru vandamál fyrir þýska félagið. Rashford er á gríðarlega háum launum hjá United.
AC Milan er líka að fylgjast með stöðu hans en ítalska félagið virðist vera að krækja í Kyle Walker frá Manchester City. Milan er bara með pláss fyrir einn leikmann í viðbót utan Evrópusambandsins og það þarf því að vera annað hvort Walker eða Rashford.
Það styttist í gluggalok en talið er að Man Utd sé ekki að stressa sig á stöðunni.
Athugasemdir