Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 20. febrúar 2020 19:04
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið kvöldsins: Arnór Ingvi byrjar í Wolfsburg
Arteta gerir fimm breytingar
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Arsenal og Wolves mæta til leiks í fyrstu umferð útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld og hafa byrjunarliðin verið staðfest.

Arsenal heimsækir Olympiakos og teflir Mikel Arteta fram sterku byrjunarliði. Hann gerir fimm breytingar á liðinu sem rúllaði yfir Newcastle um helgina.

Sokratis kemur inn í vörnina á meðan Matteo Guendouzi og Joe Willock fá tækifæri á miðjunni. Alexandre Lacazette byrjar í sóknarlínunni ásamt Martinelli. Pierre-Emerick Aubameyang heldur byrjunarliðssæti sínu.

Heimamenn í Olympiakos eru með sterkt lið þar sem má finna leikmenn á borð við Ruben Semedo, Mathieu Valbuena og Youssef El-Arabi.

Olympiakos: Sa, Elabdellaoui, Semedo, Ba, Tsimikas, Guilherme, Camara, Bouchalakis, Masouras, Valbuena, El Arabi

Arsenal: Leno, Mustafi, Sokratis, Luiz, Saka, Guendouzi, Xhaka, Martinelli, Willock, Aubameyang, Lacazette
Varamenn: Martinez, Holding, Kolasinac, Maitland-Niles, Ceballos, Pepe, Nketiah



Úlfarnir eiga leik við Espanyol, sem sló Stjörnuna út í undankeppninni undir lok síðasta sumars.

Nuno Espirito Santo teflir fram afar sterku byrjunarliði þar sem vel úthvíldur Adama Traore mætir aftur á hægri kantinn.

Wolves: Patricio, Boly, Coady, Saiss, Doherty, Moutinho, Neves, Jonny, Traore, Jota, Jimenez
Varamenn: Ruddy, Jordao, Neto, Podence, Campana, Dendoncker, Kilman

Espanyol: Prieto, Victor G., Naldo, Calero, Didac, Melendo, Iturraspe, Victor S., Vargas, Ferreyra, Wu Lei
Varamenn: Diego Lopez, Pedrosa, Darder, Calleri, David Lopez, Cabrera, Embarba


Björn Bergmann á bekknum
Fleiri leikir eru á dagskrá í kvöld. Arnór Ingvi Traustason er til að mynda í byrjunarliði Malmö sem heimsækir Wolfsburg til Þýskalands.

Þá er spennandi slagur á dagskrá í Þýskalandi þar sem Leverkusen tekur á móti FC Porto í hörkuleik.

Lærisveinar Steven Gerrard í Rangers eiga heimaleik gegn portúgalska félaginu Braga, sem reyndist Úlfunum erfitt viðureignar í riðlakeppninni.

AS Roma á heimaleik gegn Gent, AZ Alkmaar mætir LASK Linz og APOEL í Nikósíu fær Basel í heimsókn. Björn Bergmann Sigurðarson er á bekknum hjá APOEL.
Athugasemdir
banner
banner
banner