Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 20. apríl 2021 23:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ekki lengur pláss fyrir Glazers hjá United"
Skilaboðin eru skýr
Skilaboðin eru skýr
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
John Henry og Tom Werner hjá Liverpool.
John Henry og Tom Werner hjá Liverpool.
Mynd: Getty Images
Gary Neville var á sínum tíma leikmaður Manchester United. Hann var hjá félaginu í 25 ár sem leikmaður og hefur nú verið í áratug hjá Sky Sports sem gagnrýnandi og aðstoðarlýsandi.

Neville fagnaði því í kvöld þegar ljóst varð að ekkert verður úr áformum tólf félaga um að stofna Ofurdeild. Neville var mjög mótfallinn þeirri hugmynd félaganna og fór mikinn í þættinum Monday Night Football í gærkvöldi.

Hann var aftur spurður álits í kvöld eftir tíðindin. Hann vill að eigendum félaganna verði refsað og kemur sérstaklega inn á það að það þurfi að losna við Glazer fjölskylduna frá Manchester. Fjölskyldan á meirihluta í United.

„Ed Woodward er stofn trésins, núna þurfum við að ná rótunum. Ég sagði í gær að eigendurnir hefðu sýnt hendi sína, þeir komu aldrei með yfirlýsingu og mættu aldei á blaðamannafundi. Þeir tóku pening úr félaginu og nýttu sér stöðu sína. Það var ekkert hægt að gera í því þegar félagið varð PLC (Public Limited Company, hlutafélag). Þeir réðust á alla stuðningsmenn þjóðarinnar með því sem þeir gerðu," sagði Neville.

„Jamie [Carragher] var rétt í þessu að segja að FSG [félagið sem á Liverpool] þurfi að fara frá Liverpool. Eins með Glazers, það er ekki lengur pláss fyrir þá hjá félaginu. Við þurfum að vinna hart að því að reglur um eignarhald á félögum í þessu landi verði breytt. Við þurfum að vera með kerfi þar sem svona hlutir geti ekki gerst. Þetta þarf að verða til þess að það verði breytingar," bætti Neville við.




Athugasemdir
banner
banner
banner