Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fim 20. apríl 2023 23:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mjólkurbikarinn: Þessi lið verða í pottinum á miðvikudaginn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
2. umferð Mjólkurbikarsins lauk í kvöld en dregið verður í 16 liða úrslitin á miðvikudaginn.

Aðeins lið úr Bestu deildinni og Lengjudeildinni eru eftir í pottinum. Tíu lið úr Bestu deildinni en það eru aðeins ÍBV og Fram sem sitja eftir með sárt ennið.

Þróttur Reykjavík sló Framara óvænt úr keppni og þá fór leikur Kára og Þórs alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem Þór hafði betur að lokum.

Stjarnan sigraði ÍBV í eina Bestu deildarslagnum í umferðinni.

Besta deildin: Stjarnan, Breiðablik, KA, KR, Valur, Keflavík, FH, Víkingur, Fylkir og HK.

Lengjudeildin: Leiknir Reykjavík, Þróttur Reykjavík, Njarðvík, Þór Akureyri, Grindavík og Grótta.


Athugasemdir
banner
banner
banner