Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
banner
   lau 20. apríl 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Milan rekur Pioli í sumar - Lopetegui líklegastur
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Fótboltafréttamaðurinn mikilsvirti Fabrizio Romano greinir frá því að það sé svo gott sem staðfest að Stefano Pioli verði rekinn úr þjálfarastarfinu hjá AC Milan eftir tímabilið.

Pioli er 58 ára gamall og hefur hann verið við stjórnvölinn hjá AC Milan síðan 2019 og unnið einn titil með félaginu, ítölsku deildina fyrir tveimur árum.

Gengi liðsins er ekki talið vera nægilega gott þrátt fyrir að innanborðs séu afar öflugir leikmenn á borð við Theo Hernandez og Rafael Leao.

Milan er í öðru sæti ítölsku deildarinnar, 14 stigum eftir toppliði Inter þegar 6 umferðir eru eftir.

Pioli á aðeins eitt ár eftir af samningi við Milan og eru stjórnendur félagsins þegar byrjaðir í leit af arftaka hans.

Þar hefur Julen Lopetegui verið nefndur til sögunnar sem líklegasti kosturinn í stöðunni. Stjórnendur Milan hafa miklar mætur á honum.

Lopetegui er 57 ára gamall og stýrði síðast Wolves tímabilið 2022-23 eftir að hafa þjálfað spænska landsliðið, Porto, Real Madrid og Sevilla á ferlinum.

Lopetegui lék meðal annars fyrir Real Madrid og Barcelona á ferli sínum sem leikmaður, þar sem hann var varamarkvörður hjá báðum stórveldunum og spilaði auk þess einn A-landsleik fyrir Spán.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 37 29 6 2 87 20 +67 93
2 Milan 37 22 8 7 73 46 +27 74
3 Bologna 37 18 14 5 54 30 +24 68
4 Juventus 37 18 14 5 52 31 +21 68
5 Atalanta 36 20 6 10 67 39 +28 66
6 Roma 37 18 9 10 64 44 +20 63
7 Lazio 37 18 6 13 48 38 +10 60
8 Fiorentina 36 15 9 12 55 42 +13 54
9 Torino 37 13 14 10 36 33 +3 53
10 Napoli 37 13 13 11 55 48 +7 52
11 Genoa 37 11 13 13 43 45 -2 46
12 Monza 37 11 12 14 39 49 -10 45
13 Verona 37 9 10 18 36 49 -13 37
14 Lecce 37 8 13 16 32 54 -22 37
15 Cagliari 37 8 12 17 40 65 -25 36
16 Frosinone 37 8 11 18 44 68 -24 35
17 Udinese 37 5 19 13 36 53 -17 34
18 Empoli 37 8 9 20 27 53 -26 33
19 Sassuolo 37 7 8 22 42 74 -32 29
20 Salernitana 37 2 10 25 29 78 -49 16
Athugasemdir
banner
banner
banner