Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
   sun 20. apríl 2025 15:21
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Svekkjandi jafntefli í fallbaráttuslag
Mikael Egill spilaði í fjögurra marka jafntefli gegn Empoli
Mikael Egill spilaði í fjögurra marka jafntefli gegn Empoli
Mynd: EPA
Empoli 2 - 2 Venezia
1-0 Jacopo Fazzini ('59 )
1-1 John Yeboah ('68 )
1-2 Gianluca Busio ('85 )
2-2 Faustino Anjorin ('87 )

Empoli gerði 2-2 jafntefli við Íslendingalið Venezia í fallbaráttuslag í 33. umferð Seríu A í Toskana-héraði í dag.

Landsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson var eins og venjulega í byrjunarliði Venezia á meðan Bjarki Steinn Bjarkason var á bekknum.

Venezia var betra liðið í fyrri hálfleiknum og ógnaði nokkrum sinnum á meðan Empoli gerði lítið sem ekkert fram á við.

Það varð breyting á því í síðari hálfleiknum því Jacopo Fazzini tók forystuna fyrir heimamenn á 59. mínútu sem skoraði með glæsilegu skoti eftir frábæra fyrirgjöf Liam Henderson.

Markið virtist ætla að gefa Empoli byr undir báða vængi og liðið í leit að öðru marki, en það kom skellur aðeins níu mínútum síðar eftir slæm mistök frá Devis Vasquez, markverði Empoli, sem mistókst að grípa hornspyrnu Nicolussi Caviglia og náði John Yeboah að nýta það með því að pota boltanum í netið.

Venzia tók völdin og komst yfir með marki frá Gianluca Busio þegar fimm mínútur voru til leiksloka, en heimamenn svöruðu um hæl með laglegu marki Faustino Anjorin.

Svekkjandi jafntefli fyrir bæði lið sem eru í harðri fallbaráttu en liðin eru með 25 stig í 18. og 19. sæti deildarinnar þegar fimm umferðir eru eftir.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 14 9 4 1 22 11 +11 31
2 Napoli 14 10 1 3 22 12 +10 31
3 Inter 14 10 0 4 32 13 +19 30
4 Roma 14 9 0 5 15 8 +7 27
5 Bologna 14 7 4 3 23 12 +11 25
6 Como 14 6 6 2 19 11 +8 24
7 Juventus 14 6 5 3 18 14 +4 23
8 Sassuolo 14 6 2 6 19 17 +2 20
9 Cremonese 14 5 5 4 18 17 +1 20
10 Lazio 14 5 4 5 16 11 +5 19
11 Udinese 14 5 3 6 15 22 -7 18
12 Atalanta 14 3 7 4 17 17 0 16
13 Cagliari 14 3 5 6 14 19 -5 14
14 Genoa 14 3 5 6 15 21 -6 14
15 Parma 14 3 5 6 10 17 -7 14
16 Torino 14 3 5 6 14 26 -12 14
17 Lecce 14 3 4 7 10 19 -9 13
18 Pisa 14 1 7 6 10 19 -9 10
19 Verona 14 1 6 7 11 21 -10 9
20 Fiorentina 14 0 6 8 11 24 -13 6
Athugasemdir
banner
banner