mið 20. maí 2020 18:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Dr. Football 
Óli um Esbjerg: Er með FH úti í miðri á og ætla mér að komast yfir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörvar Hafliðason.
Hjörvar Hafliðason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var gestur Hjörvars Hafliðasonar í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.

Sjá einnig:
Óli Kristjáns: Hjörtur Logi er tilbúinn með sokkinn

Þegar vel var liðið á þáttinn spurði Hjörvar út í síðasta haust þegar Ólafi var boðið starf hjá Esbjerg.

Hjörvar segir í þættinum að Ólafur sé jafnvel vinsælli í Danmörku heldur en á Íslandi. Hjörvar spurði Ólaf hvað hafði fengið hann til að segja nei við dönsku úrvalsdeildarliði til að halda áfram með FH.

„Ég skuldbatt mig við FH þegar ég kom á sínum tíma. Ég er og hef verið með liðið úti í miðri á og ætla mér að komast yfir þá á. Ég er 'loyal' þegar kemur að þessum hlutum," sagði Óli.

'Prófessorinn' fer ekki í taugarnar á Óla
Hjörvar spurði Ólaf í framhaldinu hvort það færi í taugarnar á Ólafi þegar hann er kallaður Prófessorinn.

„Nei nei, þetta fer ekkert í taugarnar á mér. Ég held þetta komi frá Gaupa (Guðjóni Guðmundssyni). Ég er þeirri ónáttúru gæddur að þegar ég fer að tala um fótbolta þá eru leigubílstjórar út um allt land sem finnst ég fara of djúpt í hlutina."

„Mér finnst manni sem þjálfara bera ákveðin skylda til að tala um fótbolta af ákveðinni virðingu og reyna að tala um hann af þekkingu."


Ólafur hélt áfram og tekur skýrt fram að hann nýti sparkspekinginn Hjörvar sem dæmi:

„„Þú (Hjörvar) veist mikið um fótbolta. Ég gæti aldrei sagt þér hvað þessi eða hinn leikmaðurinn var keyptur á en þú getur þulið það upp. En þú veist ekkert rosalega mikið um þjálfun. Þú veist miklu meira um fótbolta og það sem er að gerast út um allan heim, þú ert áhugamaður um það."

„Ég er með hausinn ofan í þjálfunarfræðum alla daga eins og margir af mínum kollegum. Ég vil áskila mér þann rétt, þegar ég tala um fótbolta og það fer í taugarnar á sumum. Það verður bara að vera þannig,"
sagði Óli.
Athugasemdir
banner