Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 20. maí 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Portúgalska innrásin hjá Wolves að halda áfram
João Palhinha.
João Palhinha.
Mynd: Getty Images
Wolves hefur náð samkomulagi við Sporting Lissabon um kaup á João Palhinha að sögn portúgalskra fjölmiðla.

Portúgalski fjölmiðillinn Correio da Manhã segir frá því að Palhinha sé mögulega á leið til Úlfanna fyrir 15 milljónir evra. Sporting vill fá meira fyrir leikmanninn, en krísan sem kórónuveirufaraldurinn skapar gerir það erfitt.

Palhinha er í augnablikinu á láni hjá Braga þar sem hann hefur orðið mikilvægur hlekkur á miðsvæðinu.

Correio da Manhã heldur því fram að Wolves hafi lengi fylgst með hinum 24 ára gamla Palhinha og að Nuno Espirito Santo, stjóri Wolves, sé mjög hrifinn af leikmanninum.

Palhinha er samningsbundinn Sporting til 2022, en hann er með riftunarverð í samningi sínum fyrir 60 milljónir evra.

Sem stendur eru átta portúgalskir leikmenn í aðalliðshópi Wolves.
Athugasemdir
banner
banner
banner