Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
banner
   fös 20. maí 2022 14:09
Elvar Geir Magnússon
Marsch um fallbaráttu Leeds og stöðuna á Bamford
Leeds er í fallsæti þegar liðið fer inn í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið heimsækir Brentford á sunnudaginn og þarf að ná betri úrslitum en Burnley sem leikur við Newcastle. Leeds og Burnley eru með jafnmörg stig en Leeds með mun lakari markatölu.

Jesse Marsch, stjóri Leeds, var spurður að því á fréttamannafundi í dag hvort sóknarmaðurinn Patrick Bamford yrði með í leiknum

„Bamford hefur litið mjög vel út í þessari viku. Engin ákvörðun hefur verið tekin út með sunnudaginn en hann hefur litið vel út alla vikuna. Honum líður betur en hann gerði og við búum hann vel undir þennan leik svo hann geti spilað eins mikið og mögulegt er," segir Marsch.

Robin Koch æfði í dag og er leikfær fyrir leikinn mikilvæga á sunnudag.

„Við horfðum á leikina í gær og það voru tilfinningasveiflur. Við getum lært mikið af því hvernig önnur lið hafa höndað pressuna á mismunandi hátt. Við viljum vinna Brentford og gefa okkur eins góða möguleika og hægt er til að halda okkur."

„Við erum meðvitaðir um að við þurfum að sýna okkar bestu hliðar. Það væri betra ef við þyrftum bara að treysta á okkur sjálfa, ná að klára okkar verkefni. En við ætlum að gefa okkur bestu mögulegu möguleikana."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
2 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
3 Liverpool 3 3 0 0 8 4 +4 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
9 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
10 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
11 Man Utd 3 1 1 1 4 4 0 4
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
15 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
16 Man City 3 1 0 2 5 4 +1 3
17 Burnley 3 1 0 2 4 6 -2 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner