Víkingur Ólafsvík vann Völsung, 3-2, í þriðju umferð 2. deildar karla í dag.
Staðan var 1-1 í hálfleik. Anel Crnac kom Víkingum í 1-0 á 22. mínútu en Sigurður Hrannar Þorsteinsson jafnaði rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.
Arnór Siggeirsson og Ingvar Freyr Þorsteinsson komu Víkingu í 3-1 áður en Sigurður Hrannar minnkaði muninn nokkrum mínútum fyrir leikslok. Víkingar spiluðu manni færri síðustu mínúturnar etir að Aitor Gonzalez var rekinn af velli.
Víkingar eru á toppnum með 7 stig en Völsungur í 9. sæti með 3 stig.
Adam Árni Róbertsson skoraði tvívegis fyrir Þrótt V. sem vann Sindra 3-1 á Jökulfellsvellinum. Hann gerði mörkin með níu mínúta millibili í fyrri hálfleiknum og það síðara úr víti.
Kári SIgfússon gerði þriðja mark Þróttar áður en Ivan Eres gerði eitt mark fyrir Sindra tíu mínútum fyrir leikslok. Þróttur er í 6. sæti með 4 stig en Sindri sæti neðar með jafnmörg stig.
Haukar og Dalvík/Reynir gerðu þá 1-1 jafntefli á Ásvöllum. Haukar eru í öðru sæti með 5 stig en Dalvík/Reynir í 7. sæti með 4 stig.
Úrslit og markaskorarar:
Sindri 1 - 3 Þróttur V.
0-1 Adam Árni Róbertsson ('14 )
0-2 Adam Árni Róbertsson ('23 , Mark úr víti)
0-3 Kári Sigfússon ('61 )
1-3 Ivan Eres ('80 )
Haukar 1 - 1 Dalvík/Reynir
Víkingur Ó. 3 - 2 Völsungur
1-0 Anel Crnac ('22 )
1-1 Sigurður Hrannar Þorsteinsson ('45 )
2-1 Arnór Siggeirsson ('52 )
3-1 Ingvar Freyr Þorsteinsson ('69 )
3-2 Sigurður Hrannar Þorsteinsson ('86 )
Rautt spjald: Aitor González González, Víkingur Ó. ('87)
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir