Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 20. maí 2023 18:31
Brynjar Ingi Erluson
Manchester City er Englandsmeistari 2023
Manchester City er Englandsmeistari þriðja árið í röð
Manchester City er Englandsmeistari þriðja árið í röð
Mynd: Getty Images
Manchester City er Englandsmeistari þriðja árið í röð eftir að Arsenal tapaði fyrir Nottingham Forest, 1-0, á City Ground í dag.

Englandsmeistararnir voru ekki lengi vel að elta Arsenal í titilbaráttunni og var Arsenal með fimm stiga forystu þegar aðeins átta umferðir voru eftir.

Slakur kafli í apríl varð til þess að Man City komst nær Arsenal og glutruðu lærisveinar Mikel Arteta þessu svo endanlega í dag.

Taiwo Awoniyi skoraði sigurmark Forest á 19. mínútu eftir góða skyndisókn. Arsenal var mun meira með boltann í leiknum en náði ekki að jafna metin. Þetta sigurmark Awoniyi þýðir það að Forest mun spila áfram í úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Ótrúlegt klúður Arsenal sem hafnar í 2. sæti deildarinnar þetta árið sem verður þó að teljast frábær árangur miðað við síðustu tímabil og snýr liðið aftur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Þetta er í fimmta sinn á sex árum sem Man City vinnur deildina en liðið er með 85 stig þegar liðið á þrjá leiki eftir af deildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner