Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 20. maí 2023 21:00
Sverrir Örn Einarsson
Betur fór en á horfðist hjá Gísla Gottskálki
Gísli Gottskálk Þórðarson í leik með Víkingum
Gísli Gottskálk Þórðarson í leik með Víkingum
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Augnablikið þegar Gísli meiðist.
Augnablikið þegar Gísli meiðist.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Gísli Gottskálk Þórðarson leikmaður Víkinga sem meiddist í leik Víkinga og FH á dögunum
eftir tæklingu frá Finni Orra Margeirssyni verður frá næstu 3-4 vikurnar vegna þeirra meiðsla.

Í fyrstu var óttast að meiðsli Gísla kynnu að vera alvarlegri en raunin varð og að Gísli yrði lengi frá. Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga tjáði fréttaritara Fótbolta.net að niðurstöður myndatöku hefðu leitt í ljós að liðband í ökkla væri slitið en að Gísli hefði alveg sloppið við beinmar sem hefði getað hægt mjög á bata og Gísli megi því teljast hafa sloppið nokkuð vel. Átti Arnar von á að Gísli yrði kominn aftur á ferðina um miðjan júní.

Þær fréttir hljóta að teljast mikil gleðitíðindi fyrir Víkinga og u-19 ára landslið Íslands sem er á leið á lokamót Evrópukeppninar en Gísli er mikilvægur hlekkur í liðinu og lék alla sex leiki liðsins á fyrri stigum keppninar þar af fimm í byrjunarliði.

Lokakeppni Evrópumóts u-19 ára landsliða verður leikin á Möltu í júli og hefur Ísland leik þann 4.júlí næstkomandi þegar liðið mætir Spáni en auk Spánar er liðið með Grikkjum og Norðmönnum í riðli.

Sjá einnig:
Finnur Orri baðst afsökunar - Gísli ekki brotinn en á leið í aðra myndatöku
Athugasemdir
banner
banner
banner