Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 20. maí 2023 19:19
Brynjar Ingi Erluson
Gündogan í skýjunum - „Ógleymanlegt tímabil“
Mynd: Getty Images
Ilkay Gündogan, fyrirliði Manchester City á Englandi, mun fagna vel og innilega í allt kvöld eftir að það varð ljóst að liðið er Englandsmeistari í þriðja sinn í röð.

Arsenal tapaði fyrir Nottingham Forest og fögnuðu því leikmenn Man City titlinum fyrir framan sjónvarpið.

Liðið hefur unnið fimm deildartitla á síðustu sex árum er þá aðeins fimmta liðið í sögunni til að vinna deildina þrjú ár í röð.

„Það er afar sérstakt að hafa hjálpað félaginu að vinna ensku úrvalsdeildina þriðja árið í röð. Enska úrvalsdeildin er án efa mest krefjandi og samkeppnishæfasta deild heimsins og það segir bara allt sem segja þarf um þetta afrek.“

„Hópurinn er svo hæfileikaríkur og sérstakur og það að hafa verið fyrirliði á þessu tímabili eru ótrúleg forréttindi. Ég vil líka þakka Pep, þjálfaraliðinu og öllum sem vinna hjá þessu félagi. Á hverjum einasta degi hjálpa þeir okkur leikmönnunum með allt sem við þurfum til að ná árangri.“

„Það er ekki fræðilegur að við hefðum getað unnið titilinn án þeirra stuðnings og það að hafa unnuð deildina í þriðja sinn í röð og fimmta sinn á síðustu sex árum er ótrúlegt. Gæðin og samræmið hjálpar til við að súmmera það sem Man City stendur fyrir og tryggir það að félagið haldi áfram að reyna ná árangri í framtíðinni. Þetta er tímabilið sem ég mun aldrei gleyma,“
sagði Gündogan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner