Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 20. maí 2023 20:51
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Giroud skoraði þrennu - Cremonese steinlá gegn Bologna
Olivier Giroud skoraði þrjú
Olivier Giroud skoraði þrjú
Mynd: EPA
Riccardo Orsolini skoraði og var síðan rekinn af velli
Riccardo Orsolini skoraði og var síðan rekinn af velli
Mynd: EPA
Meistaradeildarvonir Milan eru enn á lífi eftir að liðið vann fallið lið Sampdoria, 5-1, í Seríu A í dag.

Franski sóknarmaðurinn Olivier Giroud skoraði þrennu fyrir Milan í leiknum. Rafael Leao gerði fyrsta markið áður en Fabio Quagliarella jafnaði á 20. mínútu.

Giroud skoraði tvö mörk á sex mínútum, það síðasta úr vítaspyrnu. Brahim Diaz gerði fjórða markið áður en Giroud fullkomnaði þrennuna á 68. mínútu.

Milan er í 5. sæti með 64 stig, stigi á eftir Lazio sem á leik til góða.

Bologna valtaði þá yfir nýliða Cremonese, 5-1. Liðið var þremur mörkum yfir í hálfleik áður en RIccardo Orsolini gerði fjórða markið en aðeins ellefu mínútum síðar var hann rekinn af velli.

Nicola Sansone skoraði á 80. mínútu en Daniel Ciofani klóraði aðeins í bakkann fyrir Cremonese undir lokin. Cremonese er svo gott sem fallið. Liðið er með 24 stig í næst neðsta sæti og veltur það á Spezia á morgun hvort liðið eigi enn tölfræðilegan möguleika í síðustu tveimur leikjunum.

Úrslit og markaskorarar:

Atalanta 3 - 1 Verona
0-1 Darko Lazovic ('11 )
1-1 Davide Zappacosta ('22 )
2-1 Mario Pasalic ('53 )
3-1 Rasmus Hojlund ('62 )

Milan 5 - 1 Sampdoria
1-0 Rafael Leao ('9 )
1-1 Fabio Quagliarella ('20 )
2-1 Olivier Giroud ('23 )
3-1 Olivier Giroud ('29 , víti)
4-1 Brahim Diaz ('63 )
5-1 Olivier Giroud ('68 )

Cremonese 1 - 5 Bologna
0-1 Marko Arnautovic ('14 )
0-2 Lewis Ferguson ('27 )
0-3 Stefan Posch ('45 )
0-4 Riccardo Orsolini ('62 )
0-5 Nicola Sansone ('80 )
1-5 Daniel Ciofani ('90 )
Rautt spjald: Riccardo Orsolini, Bologna ('73)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 32 16 7 9 57 38 +19 55
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 32 4 16 12 30 48 -18 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner
banner