lau 20. maí 2023 23:50
Brynjar Ingi Erluson
Nagelsmann gæti tekið við Tottenham eftir allt saman
Mynd: EPA
Þýski þjálfarinn Julian Nagelsmann er kominn aftur í myndina hjá Tottenham Hotspur en þetta segir Times.

Tottenham ræddi við föruneyti Nagelsmann í síðasta mánuði en enskir og þýskir miðlar greindu frá því á dögunum að hann myndi ekki taka við stjórastöðunni.

Enska félagið hefur verið að íhuga það að gefa Ryan Mason, bráðabirgðastjóra félagsins, tækifærið.

Times segir nú frá því að Nagelsmann sé kominn aftur inn í myndina. Þjóðverjinn vill þó fá tryggingu þegar það kemur að því að ráða inn mann í stöðu yfirmanns íþróttamála.

Tottenham vill ganga frá þessum málum sem allra fyrst til að gefa nýjum stjóra nægilegt svigrúm til að byggja upp nýtt lið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner