Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 20. maí 2023 21:16
Brynjar Ingi Erluson
Rúnar Alex hélt hreinu í sjötta sinn á tímabilinu
Rúnar Alex er að eiga gott tímabil með Alanyaspor
Rúnar Alex er að eiga gott tímabil með Alanyaspor
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson var með bestu mönnum Alanyaspor í 4-0 sigri á Kayserispor í tyrknesku úrvalsdeildinni í dag.

Rúnar, sem hefur gegnt hlutverki aðalmarkvarðar allt tímabilið, hélt í hreinu í sjötta sinn í deildinni. Alanyaspor er í 10. sæti deildarinnar.

Ekki nóg með það þá var hann með bestu mönnum liðsins. Hann fær 8,2 í einkunn frá Fotmob en þar er unnið eftir tölfræði Opta.

Hann varði fjögur skot og þar af tvö úr teignum. Gott tímabil sem hann er að eiga í Tyrklandi og verður gaman að sjá hvað hann mun gera eftir tímabilið en hann er á láni frá Arsenal.

Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn í bakverðinum er Trelleborg vann 3-2 sigur á Skövde í sænsku B-deildinni. Trelleborg er í 12. sæti með 9 stig.

Axel Óskar Andrésson og Valgeir Valgeirsson spiluðu báðir í 3-2 tapi Örebro gegn Landskrona. Axel var í byrjunarliðinu en fór af velli í hálfleik á meðan Valgeir kom inn af bekknum á 74. mínútu leiksins. Örebro er í 11. sæti með 9 stig.

Árni Vilhjálmsson kom inná sem varamaður á 67. mínútu í 2-1 tapi Zalgiris gegn Suduva í úrvalsdeildinni í Litháen. Zalgiris er í 3. sæti með 29 stig.

Lærisveinar MIlosar Milojevic í Rauðu stjörnunni gerðu 1-1 jafntefli við Radnicki í meistarariðli serbnesku deildarinnar. Það er því ljóst að Rauða stjarnan nær ekki 100 stigum en liðið er með 96 stig þegar einn leikur er eftir.

Milos hættir með liðið í sumar en hann á möguleika á bæta við öðrum bikar í safnið er liðið mætir Cukaricki í úrslitum bikarsins eftir fimm daga.
Athugasemdir
banner
banner