mán 20. maí 2024 12:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Moyes biðst afsökunar á að hafa ekki kvatt stuðningsmennina
Mynd: EPA

David Moyes hefur beðist afsökunar að hafa ekki haft tækifæri til að fara til stuðningsmanna liðsins eftir síðasta leik hans undir stjórn félagsins í gær gegn Man City.


City varð enskur meistari eftir 3-1 sigur á West Ham á Etihad í gær en stuðningsmenn liðsins ruddust inn á völlinn í þann mund sem honum var að ljúka.

Það varð til þess að leikmenn og þjálfarar West Ham þurftu að fara beinustu leið inn í klefann og gátu því ekki farið til stuðningsmannana.

„Það sem ég vil gera er að biðja stuðningsmennina afsökunar því við gátum ekki farið aftur út á völl. Stuðningsmennirnir voru frábærir í dag en við gátum ekki farið inn á því stuðningsmenn City fóru inn á, en ég hefði gjarnan viljað gera það og kvatt þá," sagði Moyes.


Athugasemdir
banner
banner
banner