Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   mán 20. júní 2022 23:14
Arnar Laufdal Arnarsson
Ásgeir Sigurgeirs: Vorum með stjórnina í byrjun seinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir Sigurgeirsson framherji KA var hundfúll eftir 4-1 tap gegn Blikum í kvöld en liðin áttust við í kvöld á Kópavogsvelli í 10.umferð Bestu deildar karla.

"Við byrjuðum þetta ekki alveg nógu vel en síðasta korterið í fyrri hálfleiknum fannst mér við vera setja pressu á þá og fengum nokkur góð færi og ég klúðraði helvíti góðu skotfæri. Við komum út í seinni hálfleikinn og finnst við hafa stjórnina alveg þangað til við fáum á okkur annað markið og aðeins eftir það þá leið manni eins og við værum frekar að fara skora en við klárum ekki sóknirnar okkar og það er bara munurinn í dag" Sagði Ásgeir í viðtali við Fótbolta.net í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 KA

Blikar skora 3 mörk á 16 mínútna kafla í síðari hálfleik, hvað gerist þar að mati Ásgeirs?

"Ég hreinlega veit það ekki alveg, við hleypum þeim eitthvern veginn alltof soft að markinu og þeir nýta sér það vel meðan við klúðrum okkar tækifærum"

KA hafa verið þekktir fyrir mörk úr föstum leikatriðum sem og góðan varnarleik í föstum leikatriðum, KA fengu haug af hornspyrnum og aukaspyrnum sem þeir nýttu sér ekki og fengu einnig á sig mark eftir aukaspyrnu utan af velli.

"Það hefur oft verið styrkleiki okkar að skora úr föstum leikatriðum og eins fáum við á okkur mark úr föstu leikatriði sem á alls ekki að gerast þannig þetta er eitthvað sem við þurfum að taka í gegn hjá okkur"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en þar þurfti Ásgeir að svara spurningum varðandi Bykov og belgísku leikmenn KA en Arnar Grétarsson gaf ekki kost á sér í viðtal.
Athugasemdir
banner
banner