Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   mán 20. júní 2022 23:14
Arnar Laufdal Arnarsson
Ásgeir Sigurgeirs: Vorum með stjórnina í byrjun seinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir Sigurgeirsson framherji KA var hundfúll eftir 4-1 tap gegn Blikum í kvöld en liðin áttust við í kvöld á Kópavogsvelli í 10.umferð Bestu deildar karla.

"Við byrjuðum þetta ekki alveg nógu vel en síðasta korterið í fyrri hálfleiknum fannst mér við vera setja pressu á þá og fengum nokkur góð færi og ég klúðraði helvíti góðu skotfæri. Við komum út í seinni hálfleikinn og finnst við hafa stjórnina alveg þangað til við fáum á okkur annað markið og aðeins eftir það þá leið manni eins og við værum frekar að fara skora en við klárum ekki sóknirnar okkar og það er bara munurinn í dag" Sagði Ásgeir í viðtali við Fótbolta.net í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 KA

Blikar skora 3 mörk á 16 mínútna kafla í síðari hálfleik, hvað gerist þar að mati Ásgeirs?

"Ég hreinlega veit það ekki alveg, við hleypum þeim eitthvern veginn alltof soft að markinu og þeir nýta sér það vel meðan við klúðrum okkar tækifærum"

KA hafa verið þekktir fyrir mörk úr föstum leikatriðum sem og góðan varnarleik í föstum leikatriðum, KA fengu haug af hornspyrnum og aukaspyrnum sem þeir nýttu sér ekki og fengu einnig á sig mark eftir aukaspyrnu utan af velli.

"Það hefur oft verið styrkleiki okkar að skora úr föstum leikatriðum og eins fáum við á okkur mark úr föstu leikatriði sem á alls ekki að gerast þannig þetta er eitthvað sem við þurfum að taka í gegn hjá okkur"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en þar þurfti Ásgeir að svara spurningum varðandi Bykov og belgísku leikmenn KA en Arnar Grétarsson gaf ekki kost á sér í viðtal.
Athugasemdir
banner