Liverpool og Man Utd á eftir Simons - Sancho áfram hjá Chelsea - Real Madrid hefur áhuga á Rodri
Donni: Sigurmarkið var bara óvart
Sigurmarkið ekki „kúla beint í skeytin" - „Skot eins og Bríet segir örugglega sjálf"
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
   mán 20. júní 2022 23:14
Arnar Laufdal Arnarsson
Ásgeir Sigurgeirs: Vorum með stjórnina í byrjun seinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir Sigurgeirsson framherji KA var hundfúll eftir 4-1 tap gegn Blikum í kvöld en liðin áttust við í kvöld á Kópavogsvelli í 10.umferð Bestu deildar karla.

"Við byrjuðum þetta ekki alveg nógu vel en síðasta korterið í fyrri hálfleiknum fannst mér við vera setja pressu á þá og fengum nokkur góð færi og ég klúðraði helvíti góðu skotfæri. Við komum út í seinni hálfleikinn og finnst við hafa stjórnina alveg þangað til við fáum á okkur annað markið og aðeins eftir það þá leið manni eins og við værum frekar að fara skora en við klárum ekki sóknirnar okkar og það er bara munurinn í dag" Sagði Ásgeir í viðtali við Fótbolta.net í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 KA

Blikar skora 3 mörk á 16 mínútna kafla í síðari hálfleik, hvað gerist þar að mati Ásgeirs?

"Ég hreinlega veit það ekki alveg, við hleypum þeim eitthvern veginn alltof soft að markinu og þeir nýta sér það vel meðan við klúðrum okkar tækifærum"

KA hafa verið þekktir fyrir mörk úr föstum leikatriðum sem og góðan varnarleik í föstum leikatriðum, KA fengu haug af hornspyrnum og aukaspyrnum sem þeir nýttu sér ekki og fengu einnig á sig mark eftir aukaspyrnu utan af velli.

"Það hefur oft verið styrkleiki okkar að skora úr föstum leikatriðum og eins fáum við á okkur mark úr föstu leikatriði sem á alls ekki að gerast þannig þetta er eitthvað sem við þurfum að taka í gegn hjá okkur"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en þar þurfti Ásgeir að svara spurningum varðandi Bykov og belgísku leikmenn KA en Arnar Grétarsson gaf ekki kost á sér í viðtal.
Athugasemdir
banner