Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mán 20. júní 2022 23:14
Arnar Laufdal Arnarsson
Ásgeir Sigurgeirs: Vorum með stjórnina í byrjun seinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir Sigurgeirsson framherji KA var hundfúll eftir 4-1 tap gegn Blikum í kvöld en liðin áttust við í kvöld á Kópavogsvelli í 10.umferð Bestu deildar karla.

"Við byrjuðum þetta ekki alveg nógu vel en síðasta korterið í fyrri hálfleiknum fannst mér við vera setja pressu á þá og fengum nokkur góð færi og ég klúðraði helvíti góðu skotfæri. Við komum út í seinni hálfleikinn og finnst við hafa stjórnina alveg þangað til við fáum á okkur annað markið og aðeins eftir það þá leið manni eins og við værum frekar að fara skora en við klárum ekki sóknirnar okkar og það er bara munurinn í dag" Sagði Ásgeir í viðtali við Fótbolta.net í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 KA

Blikar skora 3 mörk á 16 mínútna kafla í síðari hálfleik, hvað gerist þar að mati Ásgeirs?

"Ég hreinlega veit það ekki alveg, við hleypum þeim eitthvern veginn alltof soft að markinu og þeir nýta sér það vel meðan við klúðrum okkar tækifærum"

KA hafa verið þekktir fyrir mörk úr föstum leikatriðum sem og góðan varnarleik í föstum leikatriðum, KA fengu haug af hornspyrnum og aukaspyrnum sem þeir nýttu sér ekki og fengu einnig á sig mark eftir aukaspyrnu utan af velli.

"Það hefur oft verið styrkleiki okkar að skora úr föstum leikatriðum og eins fáum við á okkur mark úr föstu leikatriði sem á alls ekki að gerast þannig þetta er eitthvað sem við þurfum að taka í gegn hjá okkur"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en þar þurfti Ásgeir að svara spurningum varðandi Bykov og belgísku leikmenn KA en Arnar Grétarsson gaf ekki kost á sér í viðtal.
Athugasemdir
banner
banner