Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
banner
   mán 20. júní 2022 23:14
Arnar Laufdal Arnarsson
Ásgeir Sigurgeirs: Vorum með stjórnina í byrjun seinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir Sigurgeirsson framherji KA var hundfúll eftir 4-1 tap gegn Blikum í kvöld en liðin áttust við í kvöld á Kópavogsvelli í 10.umferð Bestu deildar karla.

"Við byrjuðum þetta ekki alveg nógu vel en síðasta korterið í fyrri hálfleiknum fannst mér við vera setja pressu á þá og fengum nokkur góð færi og ég klúðraði helvíti góðu skotfæri. Við komum út í seinni hálfleikinn og finnst við hafa stjórnina alveg þangað til við fáum á okkur annað markið og aðeins eftir það þá leið manni eins og við værum frekar að fara skora en við klárum ekki sóknirnar okkar og það er bara munurinn í dag" Sagði Ásgeir í viðtali við Fótbolta.net í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 KA

Blikar skora 3 mörk á 16 mínútna kafla í síðari hálfleik, hvað gerist þar að mati Ásgeirs?

"Ég hreinlega veit það ekki alveg, við hleypum þeim eitthvern veginn alltof soft að markinu og þeir nýta sér það vel meðan við klúðrum okkar tækifærum"

KA hafa verið þekktir fyrir mörk úr föstum leikatriðum sem og góðan varnarleik í föstum leikatriðum, KA fengu haug af hornspyrnum og aukaspyrnum sem þeir nýttu sér ekki og fengu einnig á sig mark eftir aukaspyrnu utan af velli.

"Það hefur oft verið styrkleiki okkar að skora úr föstum leikatriðum og eins fáum við á okkur mark úr föstu leikatriði sem á alls ekki að gerast þannig þetta er eitthvað sem við þurfum að taka í gegn hjá okkur"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en þar þurfti Ásgeir að svara spurningum varðandi Bykov og belgísku leikmenn KA en Arnar Grétarsson gaf ekki kost á sér í viðtal.
Athugasemdir
banner
banner