Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   fim 20. júní 2024 14:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enski boltinn fer yfir á Stöð 2 Sport
Mohamed Salah og Darwin Nunez, leikmenn Liverpool.
Mohamed Salah og Darwin Nunez, leikmenn Liverpool.
Mynd: Getty Images
Enski boltinn mun fara aftur yfir á Stöð 2 Sport eftir næsta tímabil en það er Morgunblaðið sem segir frá þessu.

Í grein Morgunblaðsins segir að Sýn muni semja um að fá enska boltann til þriggja ára og það verði tilkynnt fljótlega.

Enski boltinn færðist yfir í Sjónvarp Símans fyrir tímabilið 2019/20 en það mun breytast núna. Áður en þessi „þjóðaríþrótt" Íslendinga fór yfir á Símann þá var hún sýnd á Stöð 2 Sport.

„Útboðsferlið er ennþá í gangi og við erum enn að bíða eft­ir því að það klárist svo við get­um lokið þessu og tjáð okk­ur um niðurstöðuna," sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson, forstöðumaður íþróttadeildar Stöðvar 2, Stöðvar 2 Sports, Vísis og Bylgjunnar, við Morgunblaðið.
Athugasemdir
banner
banner