Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   fim 20. júní 2024 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Everton og Aston Villa að skipta á leikmönnum
Lewis Dobbin.
Lewis Dobbin.
Mynd: Everton
Það bendir margt til þess að Everton og Aston Villa séu að fara skipta á leikmönnum í sumar. Everton er að reyna landa Tim Iroegbunam frá Villa og Villa hefur boðið í Lewis Dobbin leikmann Everton.

Þetta eru ekki stærstu nöfnin í boltanum. Iroegbunam verður 21 árs 30. júní. Hann er miðjumaður sem á að baki leiki fyrir yngri landslið Englendinga og kom hann við sögu í 15 leikjum með Villa á tímabilinu.

Dobbin er 21 árs gamall enskur vængmaður sem sömuleiðis hefur leikið með yngri landsliðunum.

Hann á að baki 20 leiki fyrir Everton og hefur í þeim skorað eitt mark. Það mark skoraði hann í sigri gegn Chelsea í desember. Kaupverðið er sagt vera um 9 milljóir punda, sem er það sama og Iroegbunam er sagður kosta.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner