Guðmundur Baldvin Nökkvason, leikmaður Stjörnunnar, viðbeinsbrotnaði í leik liðsins gegn FH. Björn Daníel Sverrisson felldi Guðmund Baldvin sem lenti illa á öxlinni og með þessum afleiðingum. Fyrirliði FH fékk gult spjald fyrir.
Fyrr í leiknum hafði Guðmundur Baldvin skorað glæsilegt mark, átti þrumuskot fyrir utan teig eftir að Stjörnumenn voru klókir og tóku aukaspyrnu hratt.
Guðmundur Baldvin er tvítugur miðjumaður sem kom í vetur til Stjörnunnar á láni frá sænska félaginu Mjällby sem keypti hann af Stjörnunni síðasta sumar. U21 landsliðsmaðurinn hefur skorað fimm mörk á þessu tímabili.
Fyrr í leiknum hafði Guðmundur Baldvin skorað glæsilegt mark, átti þrumuskot fyrir utan teig eftir að Stjörnumenn voru klókir og tóku aukaspyrnu hratt.
Guðmundur Baldvin er tvítugur miðjumaður sem kom í vetur til Stjörnunnar á láni frá sænska félaginu Mjällby sem keypti hann af Stjörnunni síðasta sumar. U21 landsliðsmaðurinn hefur skorað fimm mörk á þessu tímabili.
Lestu um leikinn: Stjarnan 4 - 2 FH
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, sagði við Fótbolta.net að Guðmundur verði frá í sex vikur hið minnsta. Hann mun því ekki spila fyrr en í fyrsta lagi í ágúst. Meiðslin þýða að miðjumaðurinn öflugi missir af Evrópuleikjum Stjörnunnar nema liðið fari þeim mun lengra í forkeppni Sambandsdeildarinnar.
Heiðar Ægisson er að snúa til baka eftir meiðsli, Adolf Daði Birgisson er orðinn heill en spurning er með fyrirliðann Guðmund Kristjánsson upp á næsta leik að gera, hann fer í frekari skoðun í dag.
Næsti leikur Stjörnunnar er gegn HK á laugardag.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 22 | 15 | 4 | 3 | 56 - 23 | +33 | 49 |
2. Breiðablik | 22 | 15 | 4 | 3 | 53 - 28 | +25 | 49 |
3. Valur | 22 | 11 | 5 | 6 | 53 - 33 | +20 | 38 |
4. ÍA | 22 | 10 | 4 | 8 | 41 - 31 | +10 | 34 |
5. Stjarnan | 22 | 10 | 4 | 8 | 40 - 35 | +5 | 34 |
6. FH | 22 | 9 | 6 | 7 | 39 - 38 | +1 | 33 |
7. Fram | 22 | 7 | 6 | 9 | 31 - 32 | -1 | 27 |
8. KA | 22 | 7 | 6 | 9 | 32 - 38 | -6 | 27 |
9. KR | 22 | 5 | 6 | 11 | 35 - 46 | -11 | 21 |
10. HK | 22 | 6 | 2 | 14 | 26 - 56 | -30 | 20 |
11. Vestri | 22 | 4 | 6 | 12 | 22 - 43 | -21 | 18 |
12. Fylkir | 22 | 4 | 5 | 13 | 26 - 51 | -25 | 17 |
Athugasemdir