Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
Dragan: Kjaftæði að fá á sig svona mark
Árni Freyr: Ég hefði örugglega verið pirraður að fá þetta rauða spjald á mig
Siggi talar um kraftaverk: Skrítnasta dómgæsla sem ég hef orðið vitni að
Chris Brazell: Ég kenni sjálfum mér um þetta
Magnús Már: Þetta er ógeðslega, ógeðslega pirrandi
Úlfur Arnar: Verður gaman að kaupa í matinn á morgun
Óli Hrannar: Flottur sigur sem við skópum í fyrri hálfleiknum
Sigurvin: Ömurlegt að tapa
John Andrews: Ég er himinlifandi
Kristján Guðmunds: Aðalmálið er að horfa á frammistöðuna
Frans: Kannski sanngjarnt miðað við seinni hálfleikinn
Gunnar Heiðar: Ég er stemmingsmaður
Halli Hróðmars: Hvernig við vörðumst fyrir framan markið var til fyrirmyndar
Donni: Við vorum með vitlaust leikplan
Elísa Lana: Boltinn þurfti að detta inn í dag
Jóhann Kristinn: Einn af þeim verri sem maður hefur upplifað
Pétur léttur eftir dramatískan sigur - „Ætla ekki að segja það"
Gunnar eftir sjöunda tapið í röð: Takk fyrir að minna mig á það
Óli Kristjáns: Við erum klárlega litla liðið
Nik: Fengum smá spark í rassinn þar sem var líklega það sem við þurftum
   fim 20. júní 2024 22:20
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Mögulega á endanum heppnir að hann fari jafntefli
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Enn og aftur erum við með unnin leik eða þannig stöðu að vera yfir og missum það niður í jafntefli og er þetta í þriðja skiptið í sumar. Ég var ekki ánægður með fyrri hálfleik hjá okkur þar sem við vorum alltof hægir og boltinn gekk illa. Mér fannst það skána töluvert í seinni hálfleik þar sem við fengum betra flot á boltann. Við uppskárum gott mark og gott færi í kjölfarið“ Sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur um leikinn að afloknum leik Keflavíkur og Þróttar á HS Orkuvellinum fyrr í kvöld þar sem lokatölur urðu 1-1 jafntefli og bætti svo við.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  1 Þróttur R.

„Þetta er baráttu leikur, Þróttarar að spila fínt út á velli en ógna okkur ekki mikið en svo kemur einhver drauma aukaspyrna upp í vinkilinn og við svo sem mögulega á endanum heppnir að hann fari jafntefli leikurinn.“

Talsvert er um meiðsli í herbúðum Keflavíkur sem stendur og stórir póstar frá. Sindri Snær Magnússon og Sami Kamel eru frá vegna meiðsla þó Kamel hafi vissulega verið í hóp í dag. Þá var alls óvist með þáttöku Frans Elvarssonar í leiknum sem kom þó inná.

„Já og Mamadou (Diaw) ekki heldur með og meiddur. Það munar um hvern leikmann sem er frá og það er vont þegar þeir eru svona margir meiddir á sama tíma. Vonandi styttist í einhverja og við verðum bara að gíra upp í nágrannaslag á miðvikudaginn næstkomandi og menn verða að vera klárir í það.“

Sagði Haraldur og vísar þar til grannaslags Keflavíkur og Njarðvíkur sem fram fer á HS Orkuvellinum eftir tæpa viku. Þar fá Keflvíkingar í heimsókn liðið sem öllum að óvörum situr á toppi deildarinnar eftir átta umferðir.

„Frábærlega vel gert hjá þeim að vera á toppnum og þeir hafa verið að spila vel. Ég hef séð nokkra leiki hjá þeim og þeir eru bara verðskuldað á toppnum. En við fáum þá hingað heim ætlum ekkert að gefa þeim neitt hér. Við höfum verið sterkir hérna heima og það verður bara hörkuleikur. “

Sagði Haraldur en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner