Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
Sveinn Margeir: Geggjað að enda á þessum nótum
Hallgrímur Jónasson: Erum á rosalega góðum stað
Arnar Gunnlaugs: Veldi geta dottið niður
Natasha: Valur var alltaf fyrsti kosturinn
Siggi Höskulds: Þróttur hefði átt að vinna þetta stærra
Glenn eftir grátlegt tap: Erfitt að kyngja þessu
Pétur léttur eftir sigur: Ég mun allavegana tala við Glódísi
Venni í skýjunum eftir sigur á Akureyri - „Var ekkert að fá hjartaáfall í lokin"
Guðni Eiríks svekktur: Dómarinn hafði ekki þor til að flauta
Óli Kristjáns: Torsótt en sanngjarnt
Eiður Aron um gengi Vestra: Höfum verið eins og hjartalínurit
Nik Chamberlain: Fyrir utan eitthvað korter í seinni hálfleiknum þá stóðum við okkur vel
Arnar Freyr sleit líklegast hásin - „Ég plataði Beiti til að skipta í vor”
„Ég er sáttur við frammistöðuna en það þarf að skora“
Davíð Smári: Ég er hávær og ástríðufullur fyrir mínu starfi
Þór/KA þarf að fara í alvöru naflaskoðun - „Ekki mjög bjartsýnn á eitt né neitt akkúrat núna"
John Andrews um Bergþóru: Í skýjunum með að hún hafi valið okkur
Höskuldur: Bara að sparka eins fast og maður gat og það endaði vel
Dóri Árna: Við vorum betra liðið í 173 mínútur af þessu einvígi
Haraldur Freyr: Hann bað liðsfélaga sína afsökunar
   fim 20. júní 2024 22:20
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Mögulega á endanum heppnir að hann fari jafntefli
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Enn og aftur erum við með unnin leik eða þannig stöðu að vera yfir og missum það niður í jafntefli og er þetta í þriðja skiptið í sumar. Ég var ekki ánægður með fyrri hálfleik hjá okkur þar sem við vorum alltof hægir og boltinn gekk illa. Mér fannst það skána töluvert í seinni hálfleik þar sem við fengum betra flot á boltann. Við uppskárum gott mark og gott færi í kjölfarið“ Sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur um leikinn að afloknum leik Keflavíkur og Þróttar á HS Orkuvellinum fyrr í kvöld þar sem lokatölur urðu 1-1 jafntefli og bætti svo við.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  1 Þróttur R.

„Þetta er baráttu leikur, Þróttarar að spila fínt út á velli en ógna okkur ekki mikið en svo kemur einhver drauma aukaspyrna upp í vinkilinn og við svo sem mögulega á endanum heppnir að hann fari jafntefli leikurinn.“

Talsvert er um meiðsli í herbúðum Keflavíkur sem stendur og stórir póstar frá. Sindri Snær Magnússon og Sami Kamel eru frá vegna meiðsla þó Kamel hafi vissulega verið í hóp í dag. Þá var alls óvist með þáttöku Frans Elvarssonar í leiknum sem kom þó inná.

„Já og Mamadou (Diaw) ekki heldur með og meiddur. Það munar um hvern leikmann sem er frá og það er vont þegar þeir eru svona margir meiddir á sama tíma. Vonandi styttist í einhverja og við verðum bara að gíra upp í nágrannaslag á miðvikudaginn næstkomandi og menn verða að vera klárir í það.“

Sagði Haraldur og vísar þar til grannaslags Keflavíkur og Njarðvíkur sem fram fer á HS Orkuvellinum eftir tæpa viku. Þar fá Keflvíkingar í heimsókn liðið sem öllum að óvörum situr á toppi deildarinnar eftir átta umferðir.

„Frábærlega vel gert hjá þeim að vera á toppnum og þeir hafa verið að spila vel. Ég hef séð nokkra leiki hjá þeim og þeir eru bara verðskuldað á toppnum. En við fáum þá hingað heim ætlum ekkert að gefa þeim neitt hér. Við höfum verið sterkir hérna heima og það verður bara hörkuleikur. “

Sagði Haraldur en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner