Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   lau 20. júlí 2019 18:39
Ester Ósk Árnadóttir
Palli Gísla: Maður er ekki að fara að skjóta upp rakettum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrir utan þessi ódýru mörk sem við fáum á okkur í dag þá voru Leiknismenn bara miklu grimmari og betri á öllum sviðum. Þeir unnu mjög sanngjarnan sigur," sagði Palli Gísla eftir 0-3 tap á móti Leikni R. á Grenivíkurvelli í dag.

Lestu um leikinn: Magni 0 -  3 Leiknir R.

„Við náðum okkur ekki í gírinn sem við höfum verið í á Grenivík og áttum raunverulega aldrei breik þannig lagað. Við gerðum einhverjar breytingar og reyndum að hrista upp í þessu en við áttum ekki góðan leik í dag. Mjög sanngjarn sigur hjá góðu Leiknisliði."

Þetta var fyrsta tap Magna á Grenivík í sumar.

„Þetta á að vera okkar vígi. Við höfum ekki verið nógu duglegir að sækja stig á útivöllum en auðvitað skiptir ekki máli hvaðan stigin koma. Þau telja öll jafn mikið en auðvitað eru þetta vonbrigði að vera ekki með betri frammistöðu í dag. Það er vika í næsta leik, við sleikjum sárin eitthvað í dag og svo verðum við að finna gírinn."

Magni hefði með sigri lyft sér upp úr fallsæti en er áfram í 12 sæti með 10 stig.

„Það vill enginn vera í fallsæti en við vorum í fallsæti allt tímabilið í fyrra og erum búnir að vera í fallsæti allt þetta tímabil þannig að þetta er ekki nýtt fyrir okkur. Það er eins og við nýtum ekki tækifærið þegar við getum hrist okkur aðeins upp. Þess vegna erum við þarna neðstir."

Næsti leikur Magna er á móti toppliði Fjölnis.

„Eftir svona vonbrigðarleik er maður ekkert að fara að skjóta upp rakettum en auðvitað jöfnum við okkur á þessu og komum okkur í gírinn fyrir toppliðið, Fjölnir."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner