Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   lau 20. júlí 2019 18:39
Ester Ósk Árnadóttir
Palli Gísla: Maður er ekki að fara að skjóta upp rakettum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrir utan þessi ódýru mörk sem við fáum á okkur í dag þá voru Leiknismenn bara miklu grimmari og betri á öllum sviðum. Þeir unnu mjög sanngjarnan sigur," sagði Palli Gísla eftir 0-3 tap á móti Leikni R. á Grenivíkurvelli í dag.

Lestu um leikinn: Magni 0 -  3 Leiknir R.

„Við náðum okkur ekki í gírinn sem við höfum verið í á Grenivík og áttum raunverulega aldrei breik þannig lagað. Við gerðum einhverjar breytingar og reyndum að hrista upp í þessu en við áttum ekki góðan leik í dag. Mjög sanngjarn sigur hjá góðu Leiknisliði."

Þetta var fyrsta tap Magna á Grenivík í sumar.

„Þetta á að vera okkar vígi. Við höfum ekki verið nógu duglegir að sækja stig á útivöllum en auðvitað skiptir ekki máli hvaðan stigin koma. Þau telja öll jafn mikið en auðvitað eru þetta vonbrigði að vera ekki með betri frammistöðu í dag. Það er vika í næsta leik, við sleikjum sárin eitthvað í dag og svo verðum við að finna gírinn."

Magni hefði með sigri lyft sér upp úr fallsæti en er áfram í 12 sæti með 10 stig.

„Það vill enginn vera í fallsæti en við vorum í fallsæti allt tímabilið í fyrra og erum búnir að vera í fallsæti allt þetta tímabil þannig að þetta er ekki nýtt fyrir okkur. Það er eins og við nýtum ekki tækifærið þegar við getum hrist okkur aðeins upp. Þess vegna erum við þarna neðstir."

Næsti leikur Magna er á móti toppliði Fjölnis.

„Eftir svona vonbrigðarleik er maður ekkert að fara að skjóta upp rakettum en auðvitað jöfnum við okkur á þessu og komum okkur í gírinn fyrir toppliðið, Fjölnir."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner