Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
banner
   lau 20. júlí 2019 18:39
Ester Ósk Árnadóttir
Palli Gísla: Maður er ekki að fara að skjóta upp rakettum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrir utan þessi ódýru mörk sem við fáum á okkur í dag þá voru Leiknismenn bara miklu grimmari og betri á öllum sviðum. Þeir unnu mjög sanngjarnan sigur," sagði Palli Gísla eftir 0-3 tap á móti Leikni R. á Grenivíkurvelli í dag.

Lestu um leikinn: Magni 0 -  3 Leiknir R.

„Við náðum okkur ekki í gírinn sem við höfum verið í á Grenivík og áttum raunverulega aldrei breik þannig lagað. Við gerðum einhverjar breytingar og reyndum að hrista upp í þessu en við áttum ekki góðan leik í dag. Mjög sanngjarn sigur hjá góðu Leiknisliði."

Þetta var fyrsta tap Magna á Grenivík í sumar.

„Þetta á að vera okkar vígi. Við höfum ekki verið nógu duglegir að sækja stig á útivöllum en auðvitað skiptir ekki máli hvaðan stigin koma. Þau telja öll jafn mikið en auðvitað eru þetta vonbrigði að vera ekki með betri frammistöðu í dag. Það er vika í næsta leik, við sleikjum sárin eitthvað í dag og svo verðum við að finna gírinn."

Magni hefði með sigri lyft sér upp úr fallsæti en er áfram í 12 sæti með 10 stig.

„Það vill enginn vera í fallsæti en við vorum í fallsæti allt tímabilið í fyrra og erum búnir að vera í fallsæti allt þetta tímabil þannig að þetta er ekki nýtt fyrir okkur. Það er eins og við nýtum ekki tækifærið þegar við getum hrist okkur aðeins upp. Þess vegna erum við þarna neðstir."

Næsti leikur Magna er á móti toppliði Fjölnis.

„Eftir svona vonbrigðarleik er maður ekkert að fara að skjóta upp rakettum en auðvitað jöfnum við okkur á þessu og komum okkur í gírinn fyrir toppliðið, Fjölnir."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner