Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 20. júlí 2019 18:39
Ester Ósk Árnadóttir
Palli Gísla: Maður er ekki að fara að skjóta upp rakettum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrir utan þessi ódýru mörk sem við fáum á okkur í dag þá voru Leiknismenn bara miklu grimmari og betri á öllum sviðum. Þeir unnu mjög sanngjarnan sigur," sagði Palli Gísla eftir 0-3 tap á móti Leikni R. á Grenivíkurvelli í dag.

Lestu um leikinn: Magni 0 -  3 Leiknir R.

„Við náðum okkur ekki í gírinn sem við höfum verið í á Grenivík og áttum raunverulega aldrei breik þannig lagað. Við gerðum einhverjar breytingar og reyndum að hrista upp í þessu en við áttum ekki góðan leik í dag. Mjög sanngjarn sigur hjá góðu Leiknisliði."

Þetta var fyrsta tap Magna á Grenivík í sumar.

„Þetta á að vera okkar vígi. Við höfum ekki verið nógu duglegir að sækja stig á útivöllum en auðvitað skiptir ekki máli hvaðan stigin koma. Þau telja öll jafn mikið en auðvitað eru þetta vonbrigði að vera ekki með betri frammistöðu í dag. Það er vika í næsta leik, við sleikjum sárin eitthvað í dag og svo verðum við að finna gírinn."

Magni hefði með sigri lyft sér upp úr fallsæti en er áfram í 12 sæti með 10 stig.

„Það vill enginn vera í fallsæti en við vorum í fallsæti allt tímabilið í fyrra og erum búnir að vera í fallsæti allt þetta tímabil þannig að þetta er ekki nýtt fyrir okkur. Það er eins og við nýtum ekki tækifærið þegar við getum hrist okkur aðeins upp. Þess vegna erum við þarna neðstir."

Næsti leikur Magna er á móti toppliði Fjölnis.

„Eftir svona vonbrigðarleik er maður ekkert að fara að skjóta upp rakettum en auðvitað jöfnum við okkur á þessu og komum okkur í gírinn fyrir toppliðið, Fjölnir."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner