Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
banner
   lau 20. júlí 2019 18:39
Ester Ósk Árnadóttir
Palli Gísla: Maður er ekki að fara að skjóta upp rakettum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrir utan þessi ódýru mörk sem við fáum á okkur í dag þá voru Leiknismenn bara miklu grimmari og betri á öllum sviðum. Þeir unnu mjög sanngjarnan sigur," sagði Palli Gísla eftir 0-3 tap á móti Leikni R. á Grenivíkurvelli í dag.

Lestu um leikinn: Magni 0 -  3 Leiknir R.

„Við náðum okkur ekki í gírinn sem við höfum verið í á Grenivík og áttum raunverulega aldrei breik þannig lagað. Við gerðum einhverjar breytingar og reyndum að hrista upp í þessu en við áttum ekki góðan leik í dag. Mjög sanngjarn sigur hjá góðu Leiknisliði."

Þetta var fyrsta tap Magna á Grenivík í sumar.

„Þetta á að vera okkar vígi. Við höfum ekki verið nógu duglegir að sækja stig á útivöllum en auðvitað skiptir ekki máli hvaðan stigin koma. Þau telja öll jafn mikið en auðvitað eru þetta vonbrigði að vera ekki með betri frammistöðu í dag. Það er vika í næsta leik, við sleikjum sárin eitthvað í dag og svo verðum við að finna gírinn."

Magni hefði með sigri lyft sér upp úr fallsæti en er áfram í 12 sæti með 10 stig.

„Það vill enginn vera í fallsæti en við vorum í fallsæti allt tímabilið í fyrra og erum búnir að vera í fallsæti allt þetta tímabil þannig að þetta er ekki nýtt fyrir okkur. Það er eins og við nýtum ekki tækifærið þegar við getum hrist okkur aðeins upp. Þess vegna erum við þarna neðstir."

Næsti leikur Magna er á móti toppliði Fjölnis.

„Eftir svona vonbrigðarleik er maður ekkert að fara að skjóta upp rakettum en auðvitað jöfnum við okkur á þessu og komum okkur í gírinn fyrir toppliðið, Fjölnir."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner