Salah vill framlengja við Liverpool - Al-Nassr vill fá Kovacic - Man Utd og Newcastle enn með í baráttunni um Rabiot
   lau 20. júlí 2024 23:10
Brynjar Ingi Erluson
Frank um framtíð Toney: Maður veit aldrei
Ivan Toney og Thomas Frank
Ivan Toney og Thomas Frank
Mynd: Getty Images
Thomas Frank, stjóri Brentford á Englandi, segist ekki vita hvað Ivan Toney ætli sér að gera í sumar en hann vonast til þess að halda honum áfram.

Toney hefur verið einn besti sóknarmaður ensku úrvalsdeildarinnar síðustu ár.

Á síðasta ári var hann orðaður við fjölmörg félög í deildinni en áhuginn hefur verið takmarkaður frá því Brentford setti 100 milljóna punda verðmiða á hann.

Samkvæmt Sun hefur Brentford lækkað verðmiðann niður í 50-60 milljónir, en þrátt fyrir það vill Frank halda honum áfram á næsta tímabili.

„Maður veit aldrei. Hann er leikmaður Brentford og ég myndi elska það að hafa hann áfram. Það myndi gefa mér jákvæða áskorun.“

„Ég hef ekki hitt þann þjálfara sem vill ekki hafa eins marga góða leikmenn og möguleiki er á. En á þessu augnabliki er Toney leikmaður Brentford.“

„Hann er að njóta þess að vera í fríi og ég er ánægður. Ef hann verður áfram þá verð ég í skýjunum með það. Tuttugu marka maður. Það er tvennt mjög jákvætt við það og það er að það er mjög gott að hafa þannig mann í liðinu og í öðru lagi gerir það hann dýran.“

„Við höfum sagt það áður. Ég vil halda öllum leikmönnunum. Það eru kannski fimm eða sex félög í heiminum sem þurfa ekki að selja leikmenn, en við erum ekki eitt þeirra. Ef það kemur rétt tilboð, þá er það í fínu lagi,“
sagði Frank.
Athugasemdir
banner
banner
banner