Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 20. ágúst 2019 11:15
Magnús Már Einarsson
Brynjólfur Darri um fagnið: Bætti sagginu við pandawalk
Brynólfur Darri í leiknum í gærkvöldi.
Brynólfur Darri í leiknum í gærkvöldi.
Mynd: Eyþór Árnason
Mynd: Eyþór Árnason
Brynjólfur Darri Willumsson, framherji Breiðabliks, hefur vakið athygli fyrir nýstárlegt fagn í síðustu leikjum. Brynjólfur Darri skoraði gegn KA á dögunum og í gær nýtti hann tækifæri sitt í byrjunarliði Blika með tveimur mörkum gegn Val.

Þessi ungi og efnilegi leikmaður fagnaði marki sínu gegn KA og síðara markinu í gær með því að toga stuttbuxurnar niður.

„Ég hef aldrei séð neinn gera þetta vel ýktir menn hafa verið að vinna með “Saggið” sem er að vera með buxurnar a hælunum utan vallar," sagði Brynjólfur Darri við Fótbolta.net í dag.

„Ég ákvað að bæta sagginu við það sem ég kalla “🐼Walk” og S/O á “Pandagang🐼.” Það á bara vera gaman af þessu."

Leikmenn hafa fengið gult spjald fyrir að fara úr treyjunni í gegnum tíðina en Brynjólfur Darri hefur ekki fengið spjald fyrir fagnið sitt enda hefur hann ekki farið úr stuttbuxunum.

„Dómarinn (Ívar Orri Kristjánsson) var ekki alveg sáttur hann sagði mér að fara í buxurnar og hætta þessu. Ég ætlaði samt ekki að taka þær alveg svona langt niður það var Damir (Muminovic) sem kom og tók buxurnar alla leið niður," sagði Brynjólfur Darri og hló. „Ég hélt í smástund að ég væri að fara fá gult spjald en sem betur fer ekki."

Brynjólfur Darri reiknar með að taka þetta fagn oftar í framtíðinni. „Já, ég mun örugglega gera þetta eitthverntímann aftur en kannski ekki alveg svona neðarlega með buxurnar."

Hér að neðan má sjá viðtal við Brynjólf eftir leikinn í gærkvöldi.
Brynjólfur Darri: Tókum okkur saman í andlitinu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner