Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 20. ágúst 2019 20:15
Ívan Guðjón Baldursson
Dembele hefur engan áhuga á að yfirgefa Barcelona
Mynd: Getty Images
Ousmane Dembele hefur verið orðaður við brottför frá Barcelona í sumar. Hann þykir ekki hafa staðið sig nægilega vel á sínu fyrsta tímabili hjá félaginu og þá vantar Börsungum pening til að kaupa Neymar til baka frá PSG.

Umboðsmaður Dembele heitir Moussa Sissoko og segir hann skjólstæðing sinn ekki hafa minnstan áhuga á því að færa sig um set.

„Ég vil taka fram að Ousmane hefur engan áhuga á að skipta um félag í sumar. Hann er skuldbundinn FC Barcelona og það er ekkert sem mun fá hann til að yfirgefa félagið um þessar mundir," sagði Sissoko.

„Ousmane líður frábærlega hjá félaginu og ætlar sér stóra hluti. Hann er sannfærður um að vera partur af stærsta félagi í heimi og hefur hafnað viðræðum við önnur áhugasöm félög.

„Hann hefur mikinn metnað og vill gera vel. Hann mætti viku fyrr til æfinga í sumar og áttar sig á því að hann þarf að leggja mikið á sig hjá Barcelona."


Dembele er meiddur þessa stundina en hann spilaði 90 mínútur í 1-0 tapi gegn Athletic Bilbao í fyrstu umferð spænska deildartímabilsins.

„Ousmane hefur aldrei verið einbeittari og ákveðnari á ferlinum heldur en hann er nú. Hann mun koma aftur úr meiðslunum tvíefldur."

Dembele er 22 ára gamall framherji. Hann á 21 leik að baki fyrir A-landslið Frakka og var keyptur til Barca fyrir um 100 milljónir punda sumarið 2017.
Athugasemdir
banner
banner
banner