Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
   þri 20. ágúst 2019 09:33
Magnús Már Einarsson
Sturridge mættur til Tyrklands að ganga frá samningi
Daniel Sturridge, fyrrum framherji Liverpool, er mættur til Tyrklands þar sem hann er að ganga í raðir Trabzonspor.

Hinn 29 ára gamli Sturridge hefur verið án félags síðan hann yfirgaf Liverpool í sumar.

Sturridge skoraði 67 mörk í 160 leikjum á sex árum sínum hjá Liverpool.

Mörg félög utan Englands hafa sýnt Sturridge áhuga en hann er nú á leið til Tyrklands.

Sturridge var í sumar dæmdur í tveggja vikna bann fyrir að hafa brotið veðmálareglur en hann er búinn að afplána það bann.
Athugasemdir
banner
banner