Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
   fös 20. september 2019 23:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Júlíus Ármann: Höfðum yfirhöndina en FH gekk á lagið manni fleiri
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum svekkt eftir leikinn, við hefðum viljað fá meira út úr honum, sagði Júlíus Ármann Júlíusson, þjálfari Aftureldingar, eftir 0-1 tap gegn FH í Inkasso-deild kvenna í kvöld. Leikurinn var liður í lokaumferð deildarinnar.

Afturelding endaði í 5. sæti deildarinnar með 21 stig úr átján leikjum.

Lestu um leikinn: Afturelding 0 - 1 FH.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.

„Mér fannst við vera miklu betri en þær í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik verðum við manni færri og þá varð þetta svolítið erfitt fyrir okkur en við héldum aftur af þeim og ætluðum okkur öll stigin en þetta er niðurstaðan."

„Ég var búinn að segja í einhverju viðtali að við ætluðum að vera um miðbik deildarinnar og mér fanns við geta verið ofar ef meiðsli hefðu fallið með okkur. Lykilmenn sem duttu út hjá okkur eftir fyrri umferðina."


Næst barst talið að komandi leiktíð.

„Það er búið að bjóða mér tveggja ára saming og stefnan hjá okkur, mér og Alla (Alexander Aron Davorsson, hinn þjálfari Aftureldingar) er að berjast um Pepsi-(Max) deildina á næsta ári. Við ætlum okkur að gera betur en núna og þá er ekkert annað í boði en fyrsta eða annað sætið."

„Leikmannahópurinn á eftir að breytast eins og síðustu ár en við ætlum okkur stóra hluti á næsta ári."


Júlíus var að lokum spurður út í hvort að Afturelding væri nú þegar búið að ganga frá einhverjum samningum við nýja leikmenn fyrir komandi leiktíð.

„Það eru allir velkomnir í Aftureldingu, sérstaklega góðir leikmenn. Við munum auðvitað sækja leikmenn sem munu hjálpa okkur að ná okkar markmiði."
Athugasemdir
banner
banner
banner