Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 20. september 2021 21:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alex Freyr fer ekki í Víking
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Freyr Elísson leikmaður Fram var sagður á leið til Víkings. Hann var í liði ársins í Lengjudeildinni.

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings staðfestir í viðtali við 433.is að Alex og Víkingur hafi ekki náð samkomulagi og muni hann því ekki ganga til liðs við félagið.

„Því miður náðu aðilar bara ekki saman,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings og staðfesti tíðindin. Líklegast er að Alex verði áfram í herbúðum Fram.

Víkingur er á toppi Pepsi Max-deildar karla fyrir lokaumferðina en liðið mætir Leikni um helgina á sama tíma og Blikar sem eru í öðru sæti mæta HK.
Athugasemdir
banner
banner
banner