Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 20. október 2019 19:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool tókst ekki að jafna met Man City
Mynd: Getty Images
Liverpool hefði getað jafnað met Manchester City með sigri gegn erkifjendum sínum í Manchester United á Old Trafford í dag.

Það tókst hins vegar ekki hjá Jurgen Klopp og hans lærisveinum því leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Marcus Rashford kom United yfir í fyrri hálfleik, en varamaðurinn Adam Lallana jafnaði þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Liverpool hafði unnið 17 deildarleiki í röð í ensku úrvalsdeildinni fyrir leikinn gegn United og átti möguleika á því að jafna met Manchester City frá 2017/18 tímabilinu; 18 sigurleikir.

Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með sex stigum meira en Man City.

Man Utd er tveimur stigum frá fallsæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner