Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 20. október 2021 16:01
Elvar Geir Magnússon
Viðræður Newcastle við Fonseca komnar vel á veg
Paulo Fonseca.
Paulo Fonseca.
Mynd: Getty Images
Guardian greinir frá því að viðræður Newcastle United við Paulo Fonseca séu komnar vel á veg og líklegast þykir að þessi 48 ára Portúgali verði næsti stjóri félagsins.

Steve Bruce yfirgaf Newcastle í morgun en gefið var út að það hefði verið sameiginleg ákvörðun.

Fonseca er fyrrum stjóri Shaktar Donetsk og Roma en hann er án félags. Í sumar var hann nálægt því að taka við Tottenham. Hann aðhyllist því að spila áhorfendavænan sóknarbolta, eitthvað sem myndi gleðja stuðningsmenn Newcastle sem voru óánægðir með leikstíl Bruce.

Þrátt fyrir gott skrið í viðræðum við Fonseca hefur Newcastle ekki enn slegið aðra kosti út af borðinu.

Sjá einnig:
Tíu sem gætu tekið við Newcastle

Aðstoðarþjálfarinn Graeme Jones hefur tekið við liði Newcastle til bráðabirgða og mun að öllum líkindum stýra liðinu gegn Crystal Palace á laugardaginn. Newcastle er í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni, liðið er aðeins með þrjú stig eftir átta umferðir.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner