Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mið 20. nóvember 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Pavon verður áfram hjá LA Galaxy
Argentínski sóknarmaðurinn Christian Pavon verður áfram á láni hjá Los Angeles Galaxy í MLS-deildinni en bandaríska félagið tilkynnti þetta í dag.

Pavon er 23 ára gamall en hann kom til Galaxy á láni frá Boca í ágúst og skoraði 4 mörk og lagði upp 8 í 12 leikjum.

Hann var í argentínska landsliðinu sem spilaði á HM í Rússlandi á síðasta ári og var eftirsóttur af fjölmörgum stórliðum í Evrópu.

Pavon verður á láni hjá Galaxy út næstu leiktíð eftir að félagið náði samkomulagi við Boca.
Athugasemdir
banner