Stjórnarmeðlimir Manchester United eru á neyðarfundi sem stendur en þar verður ákveðið hvort Ole Gunnar Solskjær haldi starfi sínu eða ekki. Joel Glazer, einn af eigendum United, tekur lokaákvörðun um framtíð Solskjær.
Stjórn United hefur fundað í rúma fjóra tíma um framtíð Solskjær en neyðarfundur var boðaður eftir 4-1 tapið gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni.
Fabrizio Romano greinir frá því á Twitter að hluti af stjórninni vilji reka Solskjær og er starf hans sagt í mikilli hættu.
Joel Glazer, einn af eigendum United, mun taka lokaákvörðun um framhaldið, en það ætti að ráðast á næstu tveimur tímum eða svo.
Það er verið að ræða hver gæti mögulega tekið við af Solskjær en tímasetningin spilar einnig inn í þar sem United á mikilvægan leik gegn Villarreal í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á þriðjudag.
Internal discussions ongoing between Man United officials on Saturday night. Solskjær job still at ‘serious risk’ - part of the board wants to sack him. 🔴 #MUFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 20, 2021
Joel Glazer is the one who will decide soon.
Candidates to replace Ole + timing [Villarreal fame in 48h] will be key. pic.twitter.com/4fiZGv4mTb
Athugasemdir