Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
banner
   mán 20. nóvember 2023 15:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Edda Garðars fylgir Nik til Breiðabliks (Staðfest)
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Edda Garðarsdótir var í dag tilkynnt sem nýr aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Breiðabliki. Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum Breiðabliks.

Edda er fyrrum landsliðskona sem aðstoðaði Nik Chamberlain síðustu ár hjá Þrótti. Nik söðlaði um og samdi við Breiðablik í haust og Edda fylgir honum yfir í Kópavoginn.

Úr tilkynningu Breiðabliks:
Það er ánægjulegt að tilkynna það að Edda Garðarsdóttir mun aðstoða Nik Chamberlain við þjálfun hjá meistaraflokki kvenna.

Edda býr yfir mikilli reynslu en hún á að baki yfir 100 leiki með A landsliði Íslands, lék einnig á sínum tíma 60 leiki með Blikum og skoraði í þeim 23 mörk. Varð Íslands og bikarmeistari 2005 og fór með Breiðablik í 8 liða úrslit í Meistaradeild kvenna haustið 2006 þar sem Breiðablik féll úr leik fyrir Arsenal.

Edda er með hæstu þjálfararéttindi UEFA, KSÍ Pro/UEFA Pro.
Athugasemdir
banner
banner
banner