Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
   mán 20. nóvember 2023 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo fékk lægstu einkunn
watermark Cristiano Ronaldo átti ekki sinn besta dag gegn Íslandi
Cristiano Ronaldo átti ekki sinn besta dag gegn Íslandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cristiano Ronaldo var slakasti maður vallarins er Portúgal vann Ísland, 2-0, í undankeppni Evrópumótsins í Lisbon í gær.

Lestu um leikinn: Portúgal 2 -  0 Ísland

Varnarmenn íslenska liðsins höfðu góðar gætur á Ronaldo í leiknum sem náði að vísu í eina stoðsendingu í leiknum.

Hann fékk nokkur færi til að skora en Hákon Rafn Valdimarsson og varnarlínan voru annars með hann í vasanum stærstan hluta leiksins.

Vefmiðillinn Goal gefur Ronaldo lægstu einkunn af öllum í portúgalska liðinu eða 4.

„Átti skalla yfir markið úr frábæru færi eftir hálftímaleik. Átti þá að skora eftir að Hákon varði skot Joao Felix er boltinn datt fyrir Ronaldo, en frákastið var varið og Horta potaði honum inn. Sást varla í leiknum,“ segir í lýsingu Goal.

Einkunnir portúgalska liðsins: Costa (6), Joao Mario (6), Dias (6), Inacio (6), Cancelo (7), Otavio (6), Palhinha (6), Fernandes (8), Bernardo (7), Ronaldo (4), Felix (7).
Varamenn: Horta (7), Guerreiro (6),
Þjálfari: Roberto Martínez (7)
Athugasemdir
banner
banner