Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson er í viðræðum við danska félagið FCK um nýjan samning. Ekstrabladet segir frá.
Hákon var á dögunum valinn fótboltamaður ársins af KSÍ en hann hefur átt afar gott ár, bæði með félagsliði og landsliði.
Hann sýndi frábæra takta í Meistaradeildinni með FCK og verður nú verðlaunaður.
Ekstrabladet
„Hákon hefur gert vel og var valinn besti fótboltamaður ársins á Íslandi. Það er mikill áhugi á honum en núna erum við í viðræðum við Peter Christiansen um nýjan samning. Ef eitthvað spennandi tilboð kemur inn þá gæti staðan auðvitað breyst, en það liggur ekkert á því,“ sagði Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður leikmannsins við Ekstrabladet.
Hákon er 19 ára gamall og þegar í lykilhlutverki hjá FCK ásamt því að hafa spilað 7 landsleiki.
Athugasemdir