Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
   lau 20. desember 2025 19:23
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið kvöldsins: Eze og Martinelli á bekkinn
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Tveir síðustu leikir dagsins í ensku úrvalsdeildinni fara fram í kvöld og hafa byrjunarliðin verið tilkynnt.

Arsenal heimsækir Everton í spennandi slag og gerir David Moyes, þjálfari heimamanna, þrjár breytingar á byrjunarliðinu sem tapaði gegn Chelsea í síðustu umferð. Idrissa Gueye og Iliman Ndiaye eru á Afríkumótinu og þá er Kiernan Dewsbury-Hall fjarverandi vegna meiðsla.

Þetta skapar pláss í byrjunarliðinu fyrir Dwight McNeil, Carlos Alcaraz og Tim Iroegbunam. McNeil er að spila sinn hundraðasta úrvalsdeildarleik.

Mikel Arteta þjálfari Arsenal gerir einnig þrjár breytingar á sínu byrjunarliði eftir nauman sigur á botnliði Wolves í síðustu umferð. Þar er helst að frétta að Eberechi Eze sest á bekkinn ásamt Ben White og Gabriel Martinelli.

Martin Ödegaard, Riccardo Calafiori og Leandro Trossard byrja í þeirra stað. Arsenal þarf sigur til að endurheimta toppsæti deildarinnar.

Þá hafa byrjunarlið Leeds United og Crystal Palace einnig verið staðfest. Eddie Nketiah og Jean-Philippe Mateta byrja saman í sóknarlínu Palace á meðan Dominic Calvert-Lewin og Noah Okafor eru fremstu menn hjá heimamönnum í Leeds.

Everton: Pickford, O'Brien, Keane, Tarkowski, Mykolenko, Garner, Iroegbunam, Alcaraz, McNeil, Grealish, Barry
Varamenn: Aznou, Dibling, Beto, King, Patterson, Rohl, Travers, Welsh, Campbell

Arsenal: Raya, Timber, Saliba, Hincapie, Calafiori, Zubimendi, Rice, Ödegaard, Saka, Trossard, Gyökeres
Varamenn: Kepa, Eze, Lewis-Skelly, Madueke, Martinelli, Merino, Nwaneri, Norgaard, Jesus



Leeds: Perri, Bogle, Gudmundsson, Rodon, Bijol, Struijk, Ampadu, Stach, Aaronson, Okafor, Calvert-Lewin.
Varamenn: Darlow, Byram, Justin, Bornauw, Gruev, Tanaka, Harrison, Gnonto, Piroe.

Crystal Palace: Henderson, Clyne, Richards, Lacroix, Guéhi, Mitchell, Wharton, Hughes, Pino, Nketiah, Mateta.
Varamenn: Benitez, Lerma, Uche, Esse, Canvot, Sosa, Rodney, Devenny, Drakes-Thomas.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 21 15 4 2 40 14 +26 49
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 21 10 5 6 32 28 +4 35
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner
banner