Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
   lau 20. desember 2025 21:27
Ívan Guðjón Baldursson
Hjörtur og félagar héldu hreinu - Óttar byrjaði í sigri
Mynd: Volos
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það komu nokkrir Íslendingar við sögu í leikjum dagsins víða um Evrópu. Hjörtur Hermannsson var á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá Volos sem hélt hreinu í efstu deild gríska boltans.

Volos vann 1-0 og jafnar Hörð Björgvin Magnússon og félaga í liði Levadiakos á stigum. Liðin deila fjórða sæti deildarinnar með 25 stig, en Levadiakos á leik til góða.

Í ítalska boltanum kom Bjarki Steinn Bjarkason við sögu er Venezia sigraði gegn Modena í toppbaráttu í Serie B. Bjarki Steinn fékk að spila síðustu mínúturnar og eru Feneyingar í þriðja sæti með 32 stig eftir 17 umferðir - fimm stigum frá toppsætinu.

Í Serie C vann Renate þægilegan sigur á útivelli gegn Pro Patria. Óttar Magnús Karlsson lék fyrstu 70 mínúturnar.

Í næstefstu deild í Þýskalandi voru Valgeir Lunddal Friðriksson og Brynjar Ingi Bjarnason utan hóps vegna meiðsla í Íslendingaslag. Liðsfélagar Valgeirs í liði Fortuna Düsseldorf stóðu uppi sem sigurvegarar 2-1 gegn Greuther Fürth.

Þetta er dýrmætur sigur fyrir Düsseldorf en bæði lið eru í fallsætum sem stendur. Düsseldorf með 17 stig eftir 17 umferðir og Greuther Fürth með 15 stig.

Jón Dagur Svanþórsson var veikur og tók því ekki þátt í tapleik Grimsby í fjórðu efstu deild á Englandi. Grimsby hefur gengið hörmulega undanfarnar vikur og er með 27 stig eftir 21 umferð.

Að lokum gerði Damaiense 3-3 jafntefli í botnbaráttu portúgölsku kvennadeildarinnar. Lærlingar Kristjáns Guðmundssonar tóku forystuna í þrígang en náðu ekki að sigra.

Damaiense er með 6 stig eftir 8 umferðir.

Volos 1 - 0 Panetolikos

Modena 1 - 2 Venezia

Pro Patria 0 - 3 Renate

Dusseldorf 2 - 1 Greuther Furth

Bromley 2 - 0 Grimsby

Maritimo 3 - 3 Damaiense

Athugasemdir
banner