Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
banner
   lau 20. desember 2025 22:16
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Rodrygo í aðalhlutverki gegn Sevilla
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Real Madrid 2 - 0 Sevilla
1-0 Jude Bellingham ('38)
2-0 Kylian Mbappé ('86, víti)
Rautt spjald: Marcao, Sevilla ('68)

Real Madrid tók á móti Sevilla í lokaleik dagsins í spænska boltanum og var sterkara liðið í opnum og skemmtilegum slag.

Jude Bellingham skoraði með frábærum skalla eftir aukaspyrnu frá Rodrygo og var staðan 1-0 í leikhlé. Gestirnir mættu öflugir til leiks í seinni hálfleikinn en þeim tókst ekki að jafna. Um miðbik hálfleiksins fékk Marcao svo að líta seinna gula spjaldið sitt fyrir lélega tæklingu.

Marcao var heppinn að vera enn inni á vellinum þegar hann fékk seinna gula spjaldið sitt, en fyrra gula fékk hann fyrir stórhættulega tæklingu í fyrri hálfleiknum sem verðskuldaði að öllum líkindum rautt spjald.

Leikurinn var áfram spennandi þrátt fyrir liðsmuninn en Madrídingar innsigluðu sigurinn á lokamínútunum. Aftur var Rodrygo í aðalhlutverki þar sem frábær gabbhreyfing hans plataði varnarmann sem braut á honum innan vítateigs. Kylian Mbappé skoraði af vítapunktinum og urðu lokatölur 2-0.

Real Madrid er áfram í öðru sæti deildarinnar, með 42 stig eftir 18 umferðir. Liðið er einu stigi á eftir Spánarmeisturum Barcelona sem eiga einnig leik til góða.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 17 14 1 2 49 20 +29 43
2 Real Madrid 18 13 3 2 36 16 +20 42
3 Villarreal 15 11 2 2 31 13 +18 35
4 Atletico Madrid 17 10 4 3 30 16 +14 34
5 Espanyol 16 9 3 4 20 16 +4 30
6 Betis 16 6 7 3 25 19 +6 25
7 Celta 17 5 8 4 20 19 +1 23
8 Athletic 17 7 2 8 15 22 -7 23
9 Sevilla 17 6 2 9 24 26 -2 20
10 Getafe 16 6 2 8 13 18 -5 20
11 Elche 16 4 7 5 19 20 -1 19
12 Vallecano 16 4 6 6 13 16 -3 18
13 Osasuna 17 5 3 9 17 20 -3 18
14 Mallorca 17 4 6 7 19 24 -5 18
15 Alaves 17 5 3 9 14 20 -6 18
16 Real Sociedad 17 4 5 8 21 25 -4 17
17 Valencia 17 3 7 7 16 26 -10 16
18 Girona 16 3 6 7 15 30 -15 15
19 Oviedo 17 2 5 10 7 26 -19 11
20 Levante 16 2 4 10 17 29 -12 10
Athugasemdir
banner
banner
banner